Saga - 2004, Side 98
vægast sagt fátækleg. Sturla hefur auðvitað haft þekkingu á fjórð-
ungsskipulaginu og eðlilegast væri að telja alla landnámsmennina
saman og það sama á við um upptalninguna á höfðingjunum. Það
er væntanlega í samræmi við málvenju að byrja á að telja við upp-
haf einhvers fjórðungs og halda svo áfram réttsælis um landið.
Þessa röðun má sjá víða í fornum heimildum, þ.e. byrjað er á
ákveðnum fjórðungi og svo haldið áfram réttsælis.29
Raunar taldi Jón Jóhannesson þessar röksemdir Björns gagns-
lausar því að hann rak augun í að þessar upptalningar hefðu að
öllum líkindum ekki verið í Melabók, „að skrána hafi vantað al-
veg í Mb.“ og þess vegna hljóti hún að vera „frumsamin af
Sturlu“.30 Hér eins og víðar fær Melabók þvílíkt vægi hjá Jóni að
hann ályktar að skráin hljóti að vera verk Sturlu úr því að líklegt
er að hana hafi vantað í Melabók. Sama er segja um höfðingjatöl-
in, bæði við lok Landnámu og svo sömuleiðis í Kristni sögu, þau
„eru sjálfsagt öll eftir Sturlu“, segir Jón Jóhannesson fullum fet-
um. Helstu rök Jóns fyrir þessu eru að tölin vantar í Melabók og
sömuleiðis að í Hauksbók eru öll þessi töl aftast í verkinu en í öf-
ugri röð, þ.e. þau eru talin upp rangsælis.31 Þarna er sú hæpna
forsenda gefin að Styrmisbók hafi verið forrit Sturlubókar. Fleiri
smáatriði hafði Björn tínt til sem sum sanna aðeins það sem eng-
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R98
22 vestslige del af denne fjærding toges først, derpå landnamsmænderne i den
andre fjærdinger i ordenen: vest – nord – øst, og endelig til sidst landnams-
mændene i den østslige del af Sydfjærdingen.“ Björn telur það sama eiga við
um höfðingjaupptalninguna við lok Landnámu — þar sé nöfnum raðað sam-
kvæmt fjórðungsskipulaginu sanni það upprunalegri efnisskipan Melabókar
en hinna bókanna. Sjá Björn M. Ólsen, „Landnámas oprindelige disposition“,
bls. 292–293.
29 Reyndar er oft byrjað á Austfirðingafjórðungi, t.d. í upptalningu í Fjarðatali á
Íslandi: Íslenzkt fornbréfasafn III, bls. 14. — Í kirknaskrá Páls biskups er það
sömuleiðis svo, en hún er birt í bókinni: Sveinbjörn Rafnsson, Páll Jónsson
Skálholtsbiskup. Nokkrar athuganir á sögu hans og kirkjustjórn. („Textar kirkna-
skrár Páls biskups“, bls. 90.) — Í Kristni sögu er upptalning á höfðingjum og
hefst hún á Norðurlandi og heldur svo réttsælis um landið (Hauksbók, bls.
126).
30 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 73. — Barði Guðmundsson hafði
fært fram ýmis rök þess efnis að skrárnar væru frá tíma Ara fróða. Barði Guð-
mundsson, „Goðorðaskipun og löggoðaættir“, bls. 49–58. — Jakob Benedikts-
son telur ekki líklegt að Sturla hafi sjálfur tekið saman skrárnar og tekur und-
ir rök Barða. Jakob Benediktsson, „Formáli“, bls. lvii–lviii.
31 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 72.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 98