Saga - 2004, Page 99
um blandast hugur um að Melabók hefjist austast í Sunnlendinga-
fjórðungi.32
Jón Jóhannesson nefnir þrjár röksemdir sem greinilega hafa náð
að sannfæra hann um réttmæti málflutnings Björns. Þar er fyrst til
að nefna afmörkunina á Kolskeggsköflunum svokölluðu þar sem
hann vísar til athugasemdar í Austfirðingafjórðungi: „Nu hefir Kol-
skeGr fyrer sagt hedann fr™ vmm Landnám.“ (Sturlubók, k. 287).
Vegna stuttaralegs frásagnarmáta á mörgum frásögnum Landnámu
af sunnanverðum Austfjörðum hefur verið talað um sérstakan og
auðþekkjanlegan stíl á þessum köflum. Björn talar um að eðlilegt
hafi verið að Kolskeggur hafi haft fyrirsögn um landnám til loka
frásagnarinnar um Austfirðingafjórðung því að þar breyti um frá-
sagnarmáta. Þetta atriði telur hann svo vísbendingu um að Aust-
firðingafjórðungur hafi verið síðastur til umfjöllunar í þeirri X-
Landnámu sem hinar gerðirnar byggi á og þess vegna hafi ekki
þurft að gefa til kynna hvar fyrirsögn Kolskeggs lauk.33 Það er þó
ekki einhlítt að hægt sé að tala um sérstakan frásagnarmáta Kol-
skeggs því að bæði er víða á þessu ætlaða Kolskeggssvæði að finna
langar og viðamiklar frásagnir um landnámsmenn, t.d. um Loð-
mund hinn gamla (Sturlubók, k. 289), og sömuleiðis má víða sjá
sama einkenni á víð og dreif um Landnámu í lýsingu á öllum fjórð-
ungum, svo sem í kafla 199 í Sturlubók. Fullyrðing Björns, „með
þessu móti fær tilvitnunin til Kolskeggs sína rjettu takmörkun“,34
stenst því varla. Það að hvergi sé nefnt í Landnámu hvenær fyrir-
sögn Kolskeggs lýkur getur engan veginn talist veigamikil sönnun
fyrir upprunalegri efnisskipan Melabókar en hinna gerðanna.
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 99
32 Hann nefnir að alltaf sé sagt frá því hvaðan landnámsmennirnir voru þar sem
sagt er frá þeim í upphafi. Bræðurnir Hróðgeir og Oddgeir námu land á
tveimur stöðum og í afbrigðum Þórðarbókar koma þessar upplýsingar fram í
frásögn af Sunnlendingafjórðungi, þ.e. fyrr samkvæmt Melabók en í hinum
bókunum þar sem upphaf frásagnarinnar í Melabók hefur verið austast í
Sunnlendingafjóðungi en frásögnin af þeim bræðrum raðast síðar ef miðað er
við upphaf Sturlubókar og Hauksbókar. Þó svo að þetta væri rétt athugun hjá
Birni þá vitnar þetta eingöngu um efnisröðun Melabókar; í hinum gerðunum
eru þessar upplýsingar ekki með, sbr. Björn M. Ólsen „Landnámas
oprindelige disposition“, bls. 295.
33 Björn M. Ólsen, „Landnámas oprindelige disposition“, bls. 295. Raunar er það
svo að þessi séreinkenni hverfa alveg við kafla 318 og þá eru nokkrir kaflar
eftir af lýsingu á Austfirðingafjórðungi.
34 Björn M. Ólsen, „Ari Þorgilsson hinn fróði”, bls. 236. Sjá einnig Björn M. Ól-
sen, „Landnámas oprindelige disposition“, bls. 284.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 99