Saga - 2004, Page 100
Það atriði sem þótti sérstaklega snjallt hjá Birni var athugasemd
sem er að finna í Sturlubók.35 Hún hljóðar svo: „Gnupr Mollda-
Gnups s(on) atti Asbjorgu Raþorms dottur sem fyrr er ritat“
(Sturlubók, k. 329). Nú er það nefnilega svo að ekki er minnst á
kvonfang Gnúps á undan þessum stað í Sturlubók heldur á eftir
honum, þ.e. í kaflanum um þá Ráðorm og bróður hans Jólgeir
(Sturlubók, k. 365). Björn benti á að samkvæmt skipulagi Melabók-
ar hefði þessi athugasemd verið fyllilega réttmæt, þ.e. að áður hefði
verið fjallað um landnám þeirra Ráðorms í Sunnlendingafjórðungi
en yfirferðinni lokið með umfjöllun um Molda-Gnúpssyni í Aust-
firðingafjórðungi. Hann ályktar eftirfarandi: „Miðað við þá for-
sendu að skipulag Mb. sé upprunalegra er villan í Stb. auðskýran-
leg.“36 Þetta virðist álitleg skýring en þó finnst mér ekki hægt að
láta hana eina skera úr um upprunalega efnisskipan forrits Sturlu-
bókar. Það er hægt að sjá dæmi um að Sturla færi til landnámsfrá-
sagnir. Á Vesturlandi er dæmi um slíkt og þar má sjá sams konar
villu þar sem talað er um Rauða-Björn og landnám hans og sagt að
hann hafi átt „ANat bv nidri … i heradi sem ritad er“ (Sturlubók, k.
54) en ekki er sagt frá þessu búi Rauða-Björns fyrr en nokkru síðar
(í kafla 59 í Sturlubók). Hægt er að hugsa sér ákveðnar tilfæringar
hjá Sturlu með þá Molda-Gnúpssyni því að það vill nefnilega svo
til að þeir fluttu til Grindavíkur og þegar kemur að landnámi þeirra
þar segir stuttlega í Sturlubók: „Mollda-Gnupss(ynir) bygdu
Grindavik sem fyrr er ritat“ (Sturlubók, k. 393). Ef landnámsfrá-
sögnin af Molda-Gnúpssonum hefur verið sameinuð þarna á ein-
um stað í forriti Sturlu kemur það alveg heim við að ráðahagurinn
við Arnbjörgu hafi verið „sem fyrr er ritat“ því að í kafla 365 í
Sturlubók er einmitt sagt frá þessum ráðahag. Hverjir hafa verið
heimildarmenn um Molda-Gnúpssyni og landnám þeirra? Líklegt
má telja að frásagnir af þeim hafi helst geymst hjá afkomendum
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R100
35 Þessi röksemd nægði til þess að sannfæra Finn Jónsson á sínum tíma. Raunar
hafði hann fyrr hafnað þessari skoðun en tók hana til endurskoðunar við út-
gáfu Þórðarbókar 1921. Þar segir: „Flere eller de fleste af disse er dog ikke af-
görende og kunde mødes med ligeså gode ræsonnementer. Der er kun ét
punkt, som er eller synes at være afgörende og som jeg tidligere ikke har taget
hensyn nok til.“ Finnur Jónsson, „Indledning“ (1921) bls. xxxi. — Þetta er enn
fremur eina röksemdin sem Jakob Benediktsson nefnir í Landnámuútgáfu
sinni. Jakob Benediktsson, „Formáli“, bls. liv.
36 Björn M. Ólsen, „Landnámas oprindelige disposition“, bls. 293: „Ud fra den
forudsætning, at Mb.´s orden er den oprindelige, er fejlen i Stb. let forklarlig.“
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 100