Saga - 2004, Page 101
þeirra í Grindavík. Það þarf því ekki að vera neitt óskaplega lang-
sótt þótt gert sé ráð fyrir því að frásögnin af þeim hafi verið sam-
einuð þar á einum stað en síðar verið færð til að hluta til að fá betra
landfræðilegt skipulag.37 Þessum útúrdúr er ætlað að sýna að setn-
ingin „sem fyrr er ritat“ þurfi ekki endilega að sanna upprunalegri
efnisskipan Melabókar en annarra gerða Landnámu. Það er a.m.k.
fulllítilvægt atriði til að byggja að marki á.
Þriðja röksemd Björns M. Ólsens sem Jón Jóhannesson tók gilda
finnst mér gefa ákveðna vísbendingu um að efnisskipan forrits
Melabókar hafi þrátt fyrir allt verið annars konar en forrit Sturlu-
bókar. Enn fremur tel ég að sjá megi líkindi til þess að annað forrit
Hauksbókar, sem sé Styrmisbók, hafi verið byggt upp á sama hátt.
Þarna er um að ræða yfirlitsgrein um landnám sem er í Hauksbók
og hefur enn fremur verið í Melabók. Hún er fremst í Sunnlend-
ingafjórðungi í Hauksbók og þar er talað um hvaða staður á land-
inu byggðist fyrst og hvar „varð seinst albygt“, um þá sem komu
fyrstir og þá er síðar komu út (Hauksbók, k. 294). Björn M. Ólsen
benti á að svona greinargerð ætti helst heima í Landnámabók,
„annað hvort við upphaf eða þó fremur við lok hennar“.38 Þetta at-
riði fær aukið vægi þegar sjá má á afbrigðum Þórðarbókar við
Skarðsárbók að Melabók hefur einmitt haft þessa yfirlitsgrein í lok
Landnámu. Fyrst skrifar Þórður greinargerðina heila eftir Skarðsár-
bók við upphaf frásagnar af Sunnlendingafjórðungi (Þórðarbók, k.
336) en byrjar svo einnig á sama texta við lok frásagnarinnar af
Austfirðingafjórðungi en segir svo „&cetera.“ (Þórðarbók, k. 335)
þegar honum verður ljóst að hann hefur ritað textann annars stað-
ar. Það virðist því einsýnt að greinargerðina hefur verið að finna við
lok umfjöllunar um landnám í Melabók og er hún þar vissulega á
eðlilegri stað en í Hauksbók.39 Þessi vitneskja tengir forrit Hauks-
og Melabókar saman en gefur enga skýringu á því hvers vegna
sömu greinargerð vantar í Sturlubók.
Sannanir fyrir því að efnisskipan forrits Sturlubókar hafi verið
með öðrum hætti en núverandi gerð sýnir, eru að mínu mati í skötu-
líki. Það er ýmislegt sem styður sögulega byrjun og hægt er að sjá
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 101
37 Jón Jóhannesson taldi sig sjá merki um að Sturla og reyndar stundum Hauk-
ur hefðu fært til frásagnir í Landnámu og sem dæmi nefndi hann kafla 166 í
Sturlubók. Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 157.
38 Björn M. Ólsen, „Landnámas oprindelige disposition“, bls. 288: „enten ved
dets begyndelse eller dog snarest ved dets slutning“.
39 Sbr. Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 26.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 101