Saga - 2004, Side 102
forna leif í Sturlubók sem sýnir lok Landnámu í miðjum Sunnlend-
ingafjórðungi. Hugsanlega hefur efni forrits Melabókar og annars
forrits Hauksbókar þó verið raðað á þennan skipulega hátt, þ.e.
með upphafi austast í Sunnlendingafjórðungi. Yfirlitsgrein sem
augljóslega hefur verið í báðum þessum gerðum gefur vísbendingu
í þá átt. Þessar vangaveltur styðja þó engan veginn við hugmynd-
ina um Melabók sem þann texta Landnámu sem næst standi upp-
runalegustu gerð.
Stendur texti Melabókar næst upprunalegri gerð?
Rannsóknir Björns M. Ólsens um tengsl Landnámu við ýmsar forn-
sögur skiptu miklu máli í fræðunum. Í greinum sem birtust á árun-
um 1904–1920 heldur hann því fram af ákafa að „gerðin Stb.-Hb.“
sé með allverulegum viðbótum úr Íslendingasögunum, Eyrbyggju,
Egils sögu, Hænsna-Þóris sögu, Gull-Þóris sögu o.s.frv., en Mela-
bók sé aftur á móti laus við slíkar viðbætur, „algjörlega sjálfstæð“
og „fulltrúi okkar fyrir hinn upprunalega Landnámatexta“, eins og
Björn M. Ólsen nefnir svo oft.40 Þessar hugmyndir um hreinleika
Melabókar (þ.e. að hún sé að mestu laus við vafasöm innskot) unnu
sér fylgi í fræðaheiminum og Jón Jóhannesson tók þær upp, þó í
breyttri mynd. Sveinbjörn Rafnsson kemst svo að orði um rann-
sóknir Björns: „Rannsókn Ólsens á sambandi Landnámu og Íslend-
ingasagnanna olli að vissu leyti tímamótum. Hún sýndi fram á að
M-gerðin hefði í mörgum tilvikum upprunalegri texta en S og
H.“41 Flestallir útgefendur íslenskra fornrita gera þessu sambandi
skil á einhvern hátt og fallast í grundvallaratriðum á sjónarmið
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R102
40 Þessar tilvitnanir eru teknar úr grein hans um Hænsna-Þóris sögu og Land-
námu. Björn M. Ólsen, „Landnáma og Hænsna-Þóris saga“, bls. 79: „recen-
sionen Stb.-Hb.“, … „fuldstændig uafhængig“, … „repræsenterer for os den
oprindelige Landnámatekst“. Víða annars staðar kemur svipað fram, t.d. „at
Mb. har en selvstændig tekst, som ikke synes at være påvirket af Egils s.,
medens Stb. ligefrem afskriver eller gör et uddrag af denne saga.“ — Björn M.
Ólsen, „Landnáma og Egils saga“, bls. 168. Hann byggir mikið á nálgun
Maurers sem skrifaði einmitt tímamótagrein um Hænsna-Þóris sögu: Konrad
Maurer, „Über die Hænsna-Þóris saga“.
41 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 57: „Ólsens forskning i
förhållandet mellan Landnama och ättesagorna var på sätt och vis epok-
görande. Den visade att M-redaktionen i många fall representerade en ur-
sprungligare text än S och H.“
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 102