Saga - 2004, Page 103
Björns M. Ólsens42 og síðar Jóns Jóhannessonar. Þessi ætluðu tengsl
Landnámu og sagnanna eru því lykilatriði í hugmyndinni um
Melabók sem upprunalegri gerð en hinar tvær.
Nú var það svo að fyrri tíma fræðimenn töldu sögurnar almennt
mun eldri en nú er komið á daginn. Finnur Jónsson sá því engan
meinbug á að telja að sá sem setti saman Landnámu um 1200–1230
hefði notað Egils sögu, Eyrbyggju, Hrómundarþátt, Vatnsdæla
sögu, Reykdæla sögu, Þorsteins sögu hvíta og margar fleiri.43 Eftir
að aldursákvörðun sagnanna varð önnur töldu menn að síðari rit-
arar Landnámu hefðu fært inn þessi innskot. Í seinni tíð hefur
Sturlu oftast verið eignaður sá vafasami heiður að endurrita kafla
og kafla upp úr ritum samtímamanna sinna.44 Stundum hafa menn
sjálfsagt farið offari í því að finna rittengsl á víxl þar sem eitt nafn
er tekið úr einni átt og annað úr munnlegum arfsögnum eins og
gagnrýnt hefur verið.45 Það er samt ekki hægt að horfa fram hjá rit-
tengslum þar sem marga samhljóða kafla er að finna. En eru tengsl-
in endilega á þann veg að Sturla hafi afritað texta sagnanna? Alveg
eins er hægt að álykta að höfundar sagnanna hafi notast við Land-
námu. Mörg dæmi um slíka notkun á Landnámu eru t.d. í Flóa-
manna sögu og Bárðar sögu Snæfellsáss.46 Enn fremur hafa sögur
sem áður voru taldar meðal heimilda Landnámuhöfundar, eins og
Þorsteins saga hvíta,47 skipt um hlutverk. Nú eru fræðimenn ein-
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 103
42 Þar hefur Sigurður Nordal áreiðanlega verið áhrifaríkur atkvæðamaður, Sig-
urður Nordal, „Formáli“, bls. xxxi–xxxvi.
43 Finnur Jónsson, „Indledning“ (1900), bls. l.
44 Nú eru sögurnar ekki taldar merkileg sagnfræði og því hefur mönnum að
vonum blöskrað þetta vinnulag Sturlu: „Dómgreind hans á gildi heimilda um
forna tíma virðist hafa verið mjög ábótavant“, sagði Sigurður Nordal, sjá t.d.:
Sigurður Nordal, „Hænsna-Þóris saga“, bls. xii. — Andersson ber blak af hon-
um og telur að ef hann hefur notast við sögu „to correct Landnáma, that saga,
right or wrong, must have had some generally accepted basis in tradition“:
Theodore M. Andersson, The Problem of Icelandic Saga Origins, bls. 108. —
Sverrir Tómasson telur engan veginn hægt að álykta að þeir Sturla Þórðarson
og Haukur Erlendsson hafi álitið Íslendingasögur sagnfræðileg verk þótt þeir
hafi tekið klausur upp úr þeim. Sverrir Tómasson, „Veraldleg sagnaritun
1120–1400“, bls. 305.
45 Theodore M. Andersson, The Problem of Icelandic Saga Origins, t.d. bls. 90–91.
46 Í Flóamanna sögu er t.d. vitnað til Landnámabókar, „sem segir í Landnáma-
bók.“ Sjá: Flóamanna saga, bls. 237.
47 Finnur Jónsson, „Indledning“ (1900), bls. l.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 103