Saga - 2004, Page 104
huga um að telja hana mun yngri en Finnur Jónsson hélt fram og
sameiginlegir kaflar sögunnar og Landnámu eru raktir til þess að
höfundur hafi notast við Landnámu.48
Hver voru rök Björns M. Ólsens fyrir því að í Landnámu hafi
verið notast við Eyrbyggju, svo að dæmi sé nefnt? Hann talar um
orðrétta samhljóðan og fylgir þar fyrri fræðimönnum að málum sem
töluðu iðulega um áhrif frá sögunum á Landnámu en einnig talar
hann um að stöku sinnum sé texti Eyrbyggju fyllri og til frekari skiln-
ingsauka á texta Landnámu. Dæmið sem hann tekur er viðurnefnið
Mostrarskeggi og telur að í Eyrbyggju komi nánari skýring á viður-
nefninu því að þar er lýst miklum skeggvexti Þórólfs.49 Þetta þykir
fráleit skýring og hægt er að vísa til Ara fróða í Íslendingabók sem
minnist á Þórólf Mostrarskeggja50 og þar þýðir viðurnefnið víslega
Mostrarbúi og mun því skýringin um skeggvöxtinn væntanlega
skemmtilegt stílbragð sagnamannsins sem setti saman Eyrbyggju.
Ef farið er í saumana á rannsóknum Björns kemur í ljós sá galli
að hann notar iðulega Melabók sem viðmið um upphaflega gerð.
Hann úrskurðar frásögn Sturlubókar/Hauksbókar sem viðbót úr
þekktum eða óþekktum sagnaritum, allt eftir því hvernig texti
Melabókar lítur út. Fjölmörg dæmi er hægt að nefna um slíkt, t.d.
segir hann um tengsl Laxdælu við Landnámu:
Til allrar hamingju höfum við hér bæði Melabók (k. 36) og
Hauksbók (k. 95) til samanburðar, og þar sem þær minnast ekki
einu orði á réttardeiluna er ljóst að athugasemdin þar um í
Sturlubók er síðara tíma innskot sem ekki er komið frá hinum
upprunalega Landnámutexta.51
Hann telur einnig að frásagnir af Birni austræna geti ekki hafa stað-
ið í „hinum upprunalega Landnámutexta þar sem hann stendur
ekki í Mb.“52 Hinn upprunalegi Landnámutexti er, samkvæmt
Birni, þannig sá texti sem birtist í Melabók.
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R104
48 Jón Jóhannesson, „Þorsteins saga hvíta“, bls. viii, xi.
49 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Eyrbyggja saga“, bls. 109 nm.
50 Íslendingabók, bls. 10. — Sjá einnig Johan Fritzner, Ordbog over det gamle norske
sprog III, bls. 299.
51 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Laxdæla saga“, bls. 223: „Heldigvis har vi her
både Mb. (k. 36) og Hb. (k. 95) til sammenligning og da disse ikke med et
eneste ord omtaler retstrætten, er det klart, at notitsen om den i Stb. er en
senere interpolation, som ikke stammer fra den oprindelige Landn.tekst.“
52 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Eyrbyggja saga“, bls. 107: „den oprindelige
Landnámatekst, da de ikke står i Mb.“
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 104