Saga - 2004, Qupperneq 105
Hvaðan fékk höfundur Eyrbyggju t.d. heimildir um landnáms-
tímann? Björn M. Ólsen svaraði því til, að notast hefði verið við forna
Landnámu, þ.e. að hann hefði verið „undir áhrifum frá fornum
Landnámutexta“.53 Um það efaðist heldur ekki Einar Ólafur Sveins-
son: „ekki er því að leyna, að allmikið er sameiginlegt, og hefur þó
hin forna Landn., sem Mb. er runnin frá, staðið sögunni töluvert
nær.“54 En hvaða aðferð notaði Björn við að skilja Landnámutextann
frá „annars konar munnlegri hefð“ eða texta af öðrum óþekktum
uppruna? Það er fyrst og fremst texti Melabókar sem úrskurðar um
fornan Landnámutexta. Þegar texti Eyrbyggju og Melabókar líkist þá
er helsta skýring Björns sú að í sögunni hafi verið notast við Land-
námu sem líkst hafi Melabók. Nefna má fjölmörg dæmi um slíkar
skýringar hjá Birni M. Ólsen, t.d. segir hann um ákveðna ættartölu
sem finna má í Eyrbyggju og Melabók: „Eyrbyggja hefur hér sem
víða annars staðar án vafa þegið af Landnámutexta sem hefur verið
samhljóða Melabók“.55 Þegar Sturlubók, Hauksbók og Eyrbyggja
hafa samsvarandi texta sem að einhverju leyti fer á skjön við Mela-
bókartextann er það víslega viðauki sem tekinn hefur verið úr sög-
unni, „að útdrátturinn úr Eyrbyggju er innskot í Landnámu“.56
Borið hefur á því að sumir fræðimenn hafi velt þessu vandræða-
lega vinnulagi Sturlu fyrir sér.57 Jónas Kristjánsson gagnrýndi nið-
urstöður Björns og taldi líklegra að „áhrifin hafi öll gengið eina leið:
frá eldri Landnámu á Sturlubók og síðan á Hænsna-Þórissögu.“58
Þar held ég að hann hitti naglann á höfuðið, „að höfundur Hænsa-
Þórissögu hafi stuðzt við Sturlubók eða einhverja skylda Land-
námugerð, en Melabók hafi verið frábrugðin.“59 Fyrr hafði t.d. Sig-
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 105
53 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Eyrbyggja saga“, bls. 82: „påvirket af en gam-
mel Landn.-tekst“.
54 Einar Ól. Sveinsson, „Formáli“, bls. xvii.
55 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Eyrbyggja saga“, bls. 108: „Eyrb. her som flere
andre steder utvivlsomt har øst af en med Mb. enslydende Landn.tekst“.
56 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Eyrbyggja saga“, bls. 109: „at excerptet fra
Eyrb. er en interpolation i Landn.“
57 Björn M. Ólsen nafngreindi ekki neinn einstakan mann heldur nefndi hann
ritara „Stb./Hb. recensionen“. En yfirleitt er það Sturla sem er gerður ábyrg-
ur fyrir þessum innskotum og í minna mæli Haukur Erlendsson og svo
„Melamaðurinn“ í nokkrum tilvikum. Sbr. Jakob Benediktsson, „Formáli“,
bls. lvii–lxx, lxxvi–lxxxi, lxxxvii.
58 Jónas Kristjánsson, „Bókmenntasaga“, bls. 327.
59 Sama heimild.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 105