Saga - 2004, Blaðsíða 106
urður Nordal reynt að leysa málið með því að telja að höfundur
Egils sögu hafi ekki haft neinar beinar heimildir úr Landnámu.
Hann sér „enga átyllu til þess að halda, að höfundur Egils sögu hafi
haft fyrir sér frásögn elztu Landnámu.“60 Jón Jóhannesson reyndi
líka að skera á tengsl söguritarans við forna Landnámu og t.d.
segir hann:
Munurinn á frásögnum Mb. og Eyrb.s. þar sem samanburði
verður við komið, er svo geysimikill, að ólíklegt er, að höf. sög-
unnar hafi þekkt Landn., þótt gert sé ráð fyrir, að hann hafi
jafnframt haft auðugar munnlegar sagnir og tekið þær fram
yfir. Að vísu eru sum atriði eins og nöfn sumra helztu persón-
anna hin sömu, en risið verður ekki hátt á áreiðanleika arf-
sagnanna, þótt þeim sé látið slíkt eftir, enda gat verið fleiri
heimildum til að dreifa en Landn.61
En þarna kemur mergur málsins fram, frásögn Melabókar er lögð
að jöfnu við frásögn elstu Landnámu. Jón Jóhannesson ályktar að
úr því að Eyrbyggja víkur frá texta Melabókar þá hafi höfundur
varla notað forna Landnámu. Texti Sturlubókar sem fer á skjön við
Melabók sé þá innskot úr sögunum. Að mínum dómi er því engan
veginn hægt að sættast á það að þessi ætluðu tengsl fornsagnanna
við Landnámugerðirnar gefi Melabók nokkra sérstöðu. Melabók
getur engan veginn skorið úr um hvað staðið hefur í Frumland-
námu eða X-forriti Sturlu.
Er forrit Melabókar fornt?
Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér hér er að geta mér til um lík-
legan aldur þess forrits Landnámu sem Melabók er byggð á. Er
hægt að sjá einhvern mun á því forriti og líklegu forriti hinna gerð-
anna? Björn M. Ólsen virðist í upphafi rannsókna sinna gera ráð
fyrir því að forrit Melabókar hafi verið annað og eldra og merki-
legra en forrit Sturlubókar og Hauksbókar því að hann talar annars
vegar um „þann mann sem gerðin Sturlubók-Hauksbók uppruna-
lega á upptök sín hjá“62 og hins vegar gerir hann ráð fyrir sérstöku
forriti Melabókar sem hann undantekningalítið telur upprunalegra
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R106
60 Sigurður Nordal, „Formáli“, bls. xxxvi.
61 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 96.
62 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Egils saga“, bls. 168: „den mand, fra hvem
recensionen Stb.-Hb. oprindelig stammer“.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 106