Saga - 2004, Síða 107
og talar t.d. um „hinn upprunalega Landnámutexta sem Mb. er
fulltrúi fyrir“.63 Hann tæpir á því að forrit Sturlubókar og Hauks-
bókar hafi verið frá u.þ.b. 1225–124564 en annars staðar gerir hann
ráð fyrir því að forritið sé frá því um 1230: „hlítur … að vera eldri
enn sú Landnámugerð (Styrmisbók?), sem Sturlubók og Hauksbók
stafa frá, eða eldri en ca. 1230“.65 Enn fremur segir hann: „er sú
Landnámugerð, sem liggur til grundvallar firir Sturlubók og
Hauksbók, til orðin um 1230.“66 Bein aldursákvörðun Björns á for-
riti Melabókar kemur hvergi fram en hann gengur út frá því að það
forrit sé eldra en forrit Sturlu- og Hauksbókargerðarinnar. Og um
Landnámublöðin í Melabók tekur hann svo til orða: „þau hafa
geimt leifar af Landnámu í sinni elstu mind.“67 Finnur Jónsson
hafði á árum áður komist að þeirri niðurstöðu „að um 1230 hafi ver-
ið til verk um landnámin í sama formi og að mestu leyti með sama
innihaldi og Landnáma á okkar tímum.“68 Jón Jóhannesson var á
sama máli og talaði um að aldur X-Landnámu væri frá 1210–1230.69
Þessi aldursgreining byggist helst á nafngreindum einstaklingum
sem tilgreindir eru í Landnámugerðunum og lifað hafa fram á 13.
öld. Ágætt dæmi um þetta er samhliða ættrakning Hauksbókar og
Melabókar til Þorfinns Þorgeirssonar ábóta (Hauksbók, k. 100,
Melabók, k. 41) á Helgafelli (d. 1216). Sama er að segja um sam-
hljóða kafla Sturlubókar og Melabókar þar sem í lokin eru nefndir
biskuparnir Jón Ögmundsson og Þorlákur Þórhallsson og sagt frá
helgi þeirra beggja, þ.e. frásögnin er þá frá því eftir 1200. Þessi tíma-
setning kemur prýðilega heim við ætlaðan aldur Styrmis fróða en
hann hefur líklega verið fæddur um 1170, a.m.k. var hann fullvaxta
1206 og getur því hafa fengist við Landnámuritun frá 1206 til 1245.
Sama má reyndar segja um yngri samtímamann Styrmis, Sturlu
Þórðarson. Landnámugerð hans hefur væntanlega verið sett saman
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 107
63 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Eyrbyggja saga“, bls. 83: „den af Mb. repræ-
senterede oprindelige Landnámatekst …“.
64 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Hænsna-Þóris saga“, bls. 79. Hann segir þar
orðrétt að „denne recension må antages at stamme fra c. 1225–1245 …“.
65 Björn M. Ólsen, Um Íslendingasögur, bls. 139.
66 Sama heimild, bls. 174, og svipað á bls. 245 og 407.
67 Sama heimild, bls. 244.
68 Finnur Jónsson, „Indledning“ (1900), bls. xli: „at der ved tiden c. 1230 har fore-
ligget et værk om landnamene af samme form og i alt væsenligt med samme
indhold som vor Landnáma.“
69 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 142.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 107