Saga - 2004, Page 108
á árunum 1234–1284. Það er því ljóst að forrit Melabókar er engan
veginn eldra en hinna gerðanna. M.a. vegna þessarar aldurs-
ákvörðunar heldur Jón Jóhannesson Styrmisbók fram sem forriti
Melabókar og jafnframt Sturlubókar.70 Sveinbjörn Rafnsson vildi
slíta tengslin við Styrmisbók og hallaðist að því að Melabók stydd-
ist við annað og eldra forrit en Sturlubók og Styrmisbók (eins og
hún birtist í frávikum í texta Hauksbókar). Hann tímasetur forrit
Melabókar þó eftir hefðbundnum leiðum frá því um 1226.71 Það er
því ljóst að fræðimenn eru samdóma um að forrit Melabókar geti
ekki verið eldra en frá því 1210–1240. Á því tímabili er vitað að
fengist var við ritun Styrmisbókar og Sturlubókar og það er því
fyllilega mögulegt að „Melamaðurinn“ hafi notast við aðra þessara
gerða eða jafnvel báðar. Þegar Haukur fékkst við ritun Landnámu
fylgdust þær að, Sturlubók og Styrmisbók, og því er ekki ósennilegt
að svo hafi einnig verið þegar „Melamaðurinn“ var að vinna við sitt
verk, hvort sem þar hélt á penna Snorri Markússon á Melum (d.
1313) eða sonur hans Þorsteinn böllóttur, ábóti á Helgafelli (d.
1353).72 Gallinn við hugmynd Sveinbjarnar Rafnssonar er sá að
hann verður að gera ráð fyrir tveimur óþekktum gerðum frá svip-
uðum tíma, annars vegar fornri X-Landnámu sem Melabók sé
runnin frá og hins vegar Y-Landnámu sem einnig sé runnin frá X-
Landnámunni en hefur einnig orðið fyrir verulegu umróti og við-
bótum frá Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Gunnlaug Leifsson munk.
Y-Landnámuna endurbættu hafa svo Sturla og Styrmir notast við,
þess vegna talar hann um að „forrit M sé óháð sameiginlegu forriti
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R108
70 Hann benti á fleiri atriði, t.d. þar sem umframtexti Hauks, texti Geirmundar-
þáttar og Melabókar eru samhljóða um efni. Jón Jóhannesson, Gerðir Land-
námabókar, bls. 169.
71 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 81. Af fræðilegri varkárni set-
ur hann spurningarmerki við ártalið.
72 Vitað er að Þorsteinn lagði stund á fræðimennsku en ýmsum hefur þótt það
ósennilegt að hann hafi fengist við ritun Melabókar vegna þess að höfundur
hennar rekur aldrei ættir til föður Þorsteins. Jakob Benediktsson, „Formáli“,
bls. lxxxiv. — Sveinbjörn Rafnsson gerir líka ráð fyrir því að Melabók sé frem-
ur verk Snorra því að hann tímasetur Melabók fyrir 1313, sjá: Sveinbjörn
Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 81. Þetta eru þó haldlítil rök því að sama
einkenni má sjá hjá Sturlu Þórðarsyni. Hann rekur ættir til Guðnýjar ömmu
sinnar og Sturlu í Hvammi en ekki til föður síns sem hann minnist bara einu
sinni á þegar hann rekur ættir til Guðrúnar Bjarnadóttur „er Þordr Sturluson
atti“ (Sturlubók, k. 270). — Jón Jóhannesson segir líka: „aldur Mb. getur leik-
ið á hálfri öld“: Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 56.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 108