Saga - 2004, Page 110
námu? Oft virðist gert ráð fyrir því að ákveðin formúla hafi verið
höfð að leiðarljósi. Einnig virðast menn telja að fyrsti ritari Land-
námu hafi verið mjög markviss og skipulagður í efnisvali og hafi
einskorðað sig við frásagnir af landnámsmönnum og jörðum þeirra,
t.d. útilokar Jón Jóhannesson nokkra kafla út frá þeim mælikvarða
að þeim „er alveg ofaukið í landnámssögu Íslands“.75 Sumir hafa
talið Kolskeggskaflann svokallaða standa næst upprunalegustu
gerð, þ.e. frumgerð Landnámu. Jón Jóhannesson segir t.d. um
hann: „landnámssögur hans eru annars í öllum aðalatriðum mjög
líkar frásögnunum í öðrum hlutum Landn., einkum þeim, sem
fornlegastar eru og hafa orðið fyrir minnstum breytingum.“76 Hann
talar um að kjarni frumgerðar Landnámu hafi verið „skrá um þá
menn, sem námu hér land eða eignuðust með öðrum löglegum
hætti, ásamt skrá um víðáttu landnámanna.“77 Sveinbjörn Rafnsson
telur líka að um lista eða skrá hafi verið að ræða, „að miðaldamenn
hafi litið á Landnámabók sem eins konar lista eða skrá.“78 Þessi
hugmynd um Landnámabók kemur einnig glögglega fram í nýlegu
riti Sveinbjarnar: „Landnámabók var upphaflega hvorki hugsuð né
gerð sem sagnarit að því er best verður séð. Hún er eins konar skrá
yfir nær allt jarðnæði á Íslandi, skipulega sett fram réttsælis um-
hverfis Ísland.“79 Upphafleg gerð Landnámu er þannig fremur
nefnd skrá en sagnarit. Nú er langt í frá að varðveittar gerðir Land-
námu geti kallast skrár eða skipulagðir listar. Hvaðan kemur þessi
hugmynd um stutta og skipulagða frumgerð Landnámu? Helst
hafa menn haft í huga stuttorðan kafla Ara fróða í Íslendingabók
um landnámsmenn sem minnir óneitanlega á kafla í Landnámu þar
sem vitnað er til Kolskeggs hins fróða.80 Í þennan kafla vantar víða
algerlega langar ættarromsur og formið er fastmótað á þann hátt að
sagt er frá landnámsmanninum, landnámi hans, sonum hans og
svo eru nöfn afkomenda nefnd í lokin. Þannig hljóðar dæmigerður
kafli í Kolskeggsstíl: „Heriolfr het madr er nam lannd allt vt til
Hvalnesskridna. hans son var Vapne er Væplingar eru frá komnir“
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R110
75 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 95.
76 Sama heimild, bls. 209–210.
77 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga I, bls. 23.
78 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 127: „att Landnámabók av
medeltidens människor betraktats som ett slags lista eller register.“
79 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 14.
80 Sjá nánar um Kolskeggskaflann á bls. 99 hér að framan.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 110