Saga - 2004, Side 113
hana Styrmisbók. En verður Melabók eitthvað upprunalegri fyrir
það að hún hefur ekki þessa uppbyggingu? Ef tvær Landnámu-
gerðir hafa haft svipaða sögulega uppbyggingu og hafa haft Kristni
sögu sem framhald eins og Sveinbjörn gerir ráð fyrir með Sturlubók
og Styrmisbók, hlýtur sameiginlegt Landnámuforrit þeirra að hafa
haft svipaða uppbyggingu. Þá er komin upp mynd af býsna gam-
alli X-Landnámu sem hefur einmitt haft svipað mót og Sturlubók
sýnir. Sú tilgáta Sveinbjarnar að Melabók sé upprunnin frá eldra
forriti en sameiginlegu forriti Sturlu og Styrmis er ekki sannfær-
andi. Tilraun hans til þess að marka sérstöðu Melabókar leiðir hann
út á þessa braut. Hann telur að breytingarvaldur X-forrits Sturlu og
Styrmis hafi verið Ólafs saga Tryggvasonar.87 Jafnframt hafi Kristni
saga verið samin í framhaldi af Landnámu og hann ályktar út frá
þessu „að efni Kristni sögu myndi ekki óeðlilegt framhald, sögu-
lega og tímatalslega séð, af umbreyttu Sturlubókar- og Hauksbók-
argerðunum.“88 En eru þetta sannfærandi fullyrðingar? Er t.d.
hægt að taka undir með Sveinbirni þegar hann segir: „Hugmynda-
fræðilega tekur maður eftir svipuðum áherslum í Sturlubók og
Hauksbók eins og í Kristni sögu. Framvöxtur kristindómsins er efni
ritsins …“?89
Það er ekki hægt að sjá kristilegri áherslu í Sturlubók og Hauks-
bók en í Melabókargerðinni. Í Melabók/Þórðarbók er einnig svipað
efni að finna. Þar er til dæmis talað um Gróu hina „kristnu“ (Mela-
bók, k. 42), sem ekki kemur fyrir í hinum gerðunum. Það er einnig
greinilegt að á kristna landnámsmenn hefur verið minnst í Mela-
bók; það má m.a. sjá á því að Sturlubók og Hauksbók eru ekki al-
veg samstiga í umfjöllun um Helga magra (Sturlubók, k. 218,
Hauksbók, k. 184). Orðalag Þórðarbókar, eins og „blandinn miög i
tru“ og „bustad“, kemur heim við texta Sturlubókar, þvert á texta
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 113
87 Í nýlegu riti Sveinbjarnar kemur sama atriði fram, sem sé að höfundur hinn-
ar „sögugerðu Landnámu“ hafi m.a. haft sem heimild „gamla Ólafs sögu
Tryggvasonar sem líkst hefur Ólafs sögu þeirri sem Heimskringla styðst við,
og má nú að nokkru leyti fá hugmynd um af Ólafs sögu Tryggvasonar hinni
mestu.“ Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 165.
88 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 73: „att Kristni sagas stoff
bildar en inte onaturlig historisk-kronologisk fortsättning av de omdisponer-
eade redaktionerna S och H.“.
89 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 73: „Ideologiskt skönjer man
även liknande intressen i S och H som i Kristni saga. Kristendommens
framväxt är skrifternas ämne“.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 113