Saga - 2004, Qupperneq 114
Skarðsárbókar.90 Svipað dæmi er hægt að nefna um kristna land-
námsmanninn Örlyg. Þar kemur orðalag og efnisröð Þórðarbókar,
sem hér hefur afbrigði við Skarðsárbók, heim við Sturlubók en í
þeim kafla er m.a. talað um kirkjubyggingu Örlygs (Sturlubók, k.
15, Hauksbók, k. 15, Skarðsárbók/Þórðarbók).91 Annað dæmi sem
tvímælalaust bendir til þess sama er frásögnin af heiðingjanum
Hildi sem varð bráðdauður er hann vildi færa bú sitt í Kirkjubæ
(Skarðsárbók, k. 317, Þórðarbók, k. 320, Skarðsárbók, k. 320, Þórð-
arbók, k. 323).92 Þórðarbók hefur nefnilega frásögnina á tveimur
stöðum, fyrst óháð Skarðsárbók í framhaldi af umfjöllun um Ketil
fíflska og þá með annars konar orðalagi, síðan aftur þremur köflum
síðar og þá greinilega eftir Skarðsárbók. Enn einn afbrigðakafla
Þórðarbókar má nefna sem augsýnilega tengist efni Kristni sögu, en
það er kaflinn um víg Veturliða (Þórðarbók, k. 344 nm.). Frá þess-
um sömu atburðum segir í hinum gerðum Landnámu en í stuttu
máli, og auk þess er þeim gerð skil í Kristni sögu, Njálu og Ólafs
sögu Tryggvasonar hinni mestu en hvergi er frásögnin eins ítarleg
og í Þórðarbók.93 Það er því fullvíst að kristilegt efni hefur líka ver-
ið að finna í Melabók.
Niðurstöður
Sá munur sem hægt er að sjá á Melabók annars vegar og Sturlubók
og Hauksbók hins vegar er minni en af hefur verið látið. Þar er lít-
ill munur hvað varðar innihald og form. Innihald Melabókar hefur
verið, líkt og Sturlubókar, forn fróðleikur ýmiss konar, ættartölur
og landnámsfrásagnir og kristilegt efni hefur sömuleiðis átt þar
inni. Kristni sagan er greinilega ætluð sem framhald Landnámu í
Hauksbók og hefur svo líklega einnig verið í Sturlubók. Þótt Mela-
bók skorti þetta framhald sannar það engan veginn að Sturla,
Styrmir eða hinn óþekkti X hafi bætt þessu við Landnámuforrit sitt.
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R114
90 Þórður Jónsson notaðist annars vegar við Skarðsárbók og hins vegar Mela-
bók, og því gefa afbrigði Þórðarbókar við Skarðsárbók vísbendingu um inni-
hald Melabókar. Sjá umfjöllun Jóns Jóhannessonar, Gerðir Landnámabókar, bls.
21–28. Ef varðveittu blöðin af Melabók eru borin saman við texta Þórðarbók-
ar má sjá að jafnvel minnsti orðalagsmunur er tekinn upp.
91 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 186.
92 Íslendingabók. Landnámabók, bls. 325 nm.
93 Sama heimild, bls. 348–349 nm.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 114