Saga - 2004, Page 116
Melabókar að hana vantaði þessa frásögn. Þegar texti Sturlubókar
og Melabókar fór aftur á móti saman þá taldi hann að það væri
vegna þess að Sturlubókar-/Hauksbókarforritið hefði notast við
forna Landnámu. Söguhöfundurinn notaðist einnig iðulega við
forna gerð Landnámu, að dómi Björns, til þess að hann gæti skýrt
upprunalegri texta Melabókar en hinna gerðanna. Það er því langt
í frá að hægt sé að fallast á að röksemdir Björns M. Ólsens fyrir upp-
runalegra innihaldi Melabókar en hinna bókanna og að hún sé laus
við áhrif frá t.d. Eyrbyggju og Egils sögu og þess vegna standi hún
nær upprunalegri gerð. Vissulega er ekki hægt að mótmæla beinum
rittengslum en ég tel hægt að leiða að því líkur að frásagnirnar geti
fullt eins verið komnar inn í sögurnar úr Landnámugerð sem þá
hefur verið svipuð Sturlubók og Hauksbók. Þessu hefur m.a. Jónas
Kristjánsson haldið fram um rittengsl Landnámu og Hænsna-Þóris
sögu en þar telur hann líklegt að söguritari hafi notað forna Land-
námu sem fremur hefur líkst forriti Sturlubókar en nokkurn tíma
Melabók. Ef hinar frásagnarríku Landnámugerðir, Sturlubók og
Hauksbók, eru teknar fram yfir Melabók sem eldri og upprunalegri
gerðir eykst heimildargildi Landnámu til muna. Í stað þess að skera
niður allar frásagnir sem ekki koma heim við Melabók sem „inn-
skot“ frá Sturlu og Hauki, oft úr ritum samtímamanna þeirra og því
með takmörkuðu heimildargildi, hefjast þessar frásagnir til vegs
sem töluvert áreiðanlegar heimildir um forna tíð.
Heimildaskrá
Óprentaðar heimildir
Landsbókasafn Íslands — Háskólabókasafn, Lbs.-Hbs.
Auður Ingvarsdóttir, Frumgerð og frávik. Frumlandnáma og líklegt samhengi
gerðanna. M.A.-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 1998.
Prentaðar heimildir
Andersson, Theodore M., The Problem of Icelandic Saga Origins. A Historical Survey
(New Haven, 1964).
Barði Guðmundsson, „Goðorðaskipun og löggoðaættir“, Skírnir 110 (1936), bls.
49–58.
Björn M. Ólsen, „Ari Þorgilsson hinn fróði“, Tímarit hins íslenzka bókmenntafjelags
10 (1889), bls. 214–240.
— „Om Are frode“, Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie (1893), bls.
207–352.
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R116
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 116