Saga - 2004, Page 122
ryðjendum í mannlífsviðtölum á Íslandi og hafa viðtöl hans
komið út í fjórum bókum. Undir stjórn Valtýs varð Morgun-
blaðið stórveldi á íslenskum blaðamarkaði og hefur hann
stundum verið kallaður faðir íslenskrar blaðamennsku (GF,
bls. 146).
Á öðrum stað segi ég:
Ýmsar nýjungar voru teknar upp í Morgunblaðinu á árunum
1927 til 1933 og blaðið varð fjölbreyttara en áður. Það tók ótví-
ræða forystu meðal íslenskra dagblaða og átti Valtýr Stefáns-
son ritstjóri mestan þátt í velgengni blaðsins. Hann er ótvírætt
eitt stærsta nafnið í íslenskri blaðasögu 20. aldar (GF, bls. 146).
Í bók minni er löngu máli og mörgum köflum varið til að lýsa öll-
um þeim breytingum og nýjungum sem urðu á Morgunblaðinu í rit-
stjórnartíð Valtýs. Ég dreg þar skýrt fram sérstöðu Morgunblaðsins í
íslenskum blaðaheimi. Hvergi er orði hallað á Valtý en þvert á móti
lýst góðum eiginleikum hans sem blaðamanns og vilja hans til að
gera vel. Umfjöllun mín um hann og Morgunblaðið á hans tímum
var lesin í handriti af mönnum nákomnum Morgunblaðinu án þess
að þeir gerðu við hana athugasemdir.
Hafa verður hér í huga að bókin Nýjustu fréttir! spannar sögu ís-
lenskra fjölmiðla frá upphafi, allt frá fyrstu tímaritum, landsmála-
blöðum, dagblöðum, útvarpi, sjónvarpi og til netfjölmiðla nútím-
ans, og koma þar fjölmargir fjölmiðlamenn við sögu auk Valtýs.
Eitt af því sem virðist fara mjög fyrir brjóstið á Jakobi er að hann
telur að ég upphefji Finnboga Rút Valdemarsson, ritstjóra Alþýðu-
blaðsins á árunum 1933 til 1940, á kostnað Valtýs. Meðal annars seg-
ir hann að þetta komi fram í kaflafyrirsögnunum „Morgunblað
kaupmanna — Valtýr Stefánsson“ og „Hægri pressan eftir stríð“
sem fjalli um Morgunblaðið og „Nýir straumar í blaðamennsku —
Finnbogi Rútur Valdemarsson“ sem fjalli um ritstjórnartíð hins
síðarnefnda á Alþýðublaðinu (JFÁ, bls. 308). Þarna er að vísu um
rangfærslu Jakobs að ræða. Síðastnefndi kaflinn fjallar um öll dag-
blöðin á árunum 1933 til 1940 sem fóru þá í gegnum breytingaskeið,
ekki síst Morgunblaðið. Sá sem fór hins vegar fremstur í flokki í nýj-
ungum var Finnbogi Rútur og því set ég hann í fyrirsögn. Jakob
segir að frásögn mín um Finnboga Rút hafi yfir sér „rómantískan
helgisagnablæ“ (JFÁ, bls. 307). Ekkert er fjær sanni. Ég dreg enga
dul á að Alþýðublaðið undir hans ritstjórn hafi fyrst og fremst verið
flokkspólitískt málgagn, oft með æsifréttabrag (GF, bls. 162) og leiði
fram vitnisburð um að sannleikanum hafi stundum verið hressilega
G U Ð J Ó N F R I Ð R I K S S O N122
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 122