Saga - 2004, Page 127
rétt, en hann gefur í skyn að karlar hafi almennt notið kosningarétt-
ar á síðari hluta 19. aldar vegna þess að lög í þá átt voru samþykkt
í nokkrum Evrópulöndum. Neðanmáls tekur hann samt fram að í
Danmörku og þýska keisaradæminu hafi þessi réttur í reynd verið
takmarkaður.
Guðmundur virðist líta á það sem „skæting“ þegar ég líki við-
horfum hans til sjálfstæðis við sjónarmið konungkjörinna alþingis-
manna um miðja 19. öld. Í mínum huga var frekar um hól að ræða,
því að vissulega voru meðal þeirra „ýmsir af mætustu þingmönn-
um 19. aldar“, svo notuð séu orð Guðmundar (bls. 167), eins og til
dæmis Þórður Sveinbjörnsson. Mér fannst og finnst hins vegar
heldur hlálegt þegar slík viðhorf hafa verið kölluð módernismi.
Við erum auk þess ósammála um hversu mikil áhrif Þjóðverj-
anna Herders og Fichtes voru í mótun menningarlegrar þjóðernis-
stefnu og sjálfsvitundar annarra Evrópuþjóða á 19. öld (bls. 168-
170). Viðurkenningarorð Tómasar Sæmundssonar um Herder (bls.
168) birtust Íslendingum ekki fyrr en drög hans að ferðabók um
Evrópu voru gefin út í heild árið 1947. Um þessa og ýmsar aðrar
hugleiðingar Tómasar eftir ferðalagið má vitna í Jakob Benedikts-
son, útgefanda Ferðabókarinnar: „Samtíð Tómasar fór þessa á mis,
…“3 Um Herder segist Guðmundur reyndar ekki gera annað en
„endurtaka viðtekna skoðun fræðimanna um áhrif hins kunna
þýska heimspekings“ (bls. 169). Hann vitnar í mörg rit því til stuðn-
ings. Um þetta er það eitt að segja að „viðtekin skoðun fræði-
manna“ þarf ekki að vera neinn stórisannleikur. Einungis er um
skilning og ályktanir einstakra sagnfræðinga að ræða sem því mið-
ur hafa stundum verið endurteknar án sjálfstæðrar prófunar svo að
minnir á skop Arnar Arnarsonar:
Annar eins maður og Oliver Lodge
fer ekki með neina lygi.4
Undir lokin fer Guðmundur að gera mér upp orð og skoðanir og
það þykir mér lakara. Hann segir: „Árni lítur aftur á móti svo á að
með því að samlagast stærri heild (Evrópusambandinu reikna ég
með) komi Íslendingar til með að breytast gríðarlega til hins verra,
taka upp erlenda siði og sjálfsagt hætta að rækta tunguna“ (bls.
171). Þetta segi ég hvergi, enda veit ég ekki annað en Íslendingar
M I S J A F N S K I L N I N G U R Á S Ö G U L E G U M V I Ð H O R F U M 127
3 Ferðabók Tómasar Sæmundssonar, Jakob Benediktsson bjó undir prentun
(Reykjavík, 1947), bls. vii.
4 Örn Arnarson, Illgresi (Reykjavík, 1924), bls. 44.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 127