Saga - 2004, Qupperneq 131
Kostir og ókostir yfirlitsrita
Formálsorð
Að frumkvæði Lofts Guttormssonar, forseta Sögufélags, var efnt til
málstofu um yfirlitsrit á Hugvísindaþingi HÍ laugardaginn 1. nóv-
ember 2003. Tilefnið var allsnörp gagnrýni Sigurðar Gylfa Magnús-
sonar á ritun yfirlitsrita um Íslandssögu í nokkrum ritgerðum síð-
ustu ár.1 Hugmyndin með málstofunni var að fá fræðimenn til að
skiptast á skoðunum um gildi yfirlitssögu í samanburði við önnur
form sagnritunar. Með fyrirsögn málstofunnar, „Kostir og ókostir
yfirlitsrita um sögu Íslands,“ var vísað til ómótstæðilegrar bókar
þýska heimspekingsins Friedrichs Nietzsches frá 1874, Vom Nutzen
und Nachteil der Historie für das Leben, þar sem sagður er kostur en
aðallega löstur á því hvernig sagnfræðingar á þeim tíma sinntu sín-
um fræðum og kynntu þau fyrir almenningi.
Undirritaður tók að sér fundarstjórn málstofunnar en framsögu-
menn voru Erla Hulda Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson, Hall-
dór Bjarnason, Lára Magnúsardóttir og Ólafur Rastrick. Málstofan
þótti takast vel og kom til hressilegra skoðanaskipta í umræðum.
Ritstjórar Sögu föluðust eftir erindunum til birtingar og urðu máls-
hefjendur við þeirri beiðni. Hér birtist umfjöllun þeirra í misjafn-
Saga XLII:1 (2004), bls. 131–132.
1 Sigurður Gylfi Magnússon, „Einvæðing sögunnar“, Molar og mygla. Um einsögu
og glataðan tíma. Ritstjórar Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein (Reykjavík,
2000), bls. 100–141. — Sami, „Fanggæsla vanans. Til varnar sagnfræði“, Skírnir
176 (haust 2002), bls. 372–400. — Sami, „Einsaga á villigötum?“, Íslenskir sagn-
fræðingar II. Viðhorf og rannsóknir. Ritstjórar Loftur Guttormsson, Páll Björnsson,
Sigrún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík, 2002), bls. 467–476.
— Sami, „Að stíga tvisvar í sama strauminn. Til varnar sagnfræði“, Skírnir 177
(vor 2003), bls. 137–158. — Sami, „Aðferð í uppnámi. Tuttugasta öldin vegin“,
Saga XLI:1 (2003), bls. 15–54. — Sami, „The Singularization of History: Social
history and Microhistory within the Postmodern State of Knowledge“, Journal
of Social History 36 (vor 2003), bls. 701–735. — Gagnrýni Sigurðar í Molum og
myglu svaraði Loftur Guttormsson í greininni „Smátt og stórt í sagnfræði. At-
hugasemdir í tilefni af einsöguskrifum Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræð-
ings“, Skírnir 175 (vor 2001), bls. 452–471. — Gunnar Karlsson hefur fyrir sitt
leyti svarað Sigurði í greininni „Ég iðrast einskis. Um siðferði í sagnfræði og
einokun einsögunnar“, Saga XLI:2 (2003), bls. 127–151.
M Á L S T O FA
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 131