Saga - 2004, Page 133
E R L A H U L D A H A L L D Ó R S D Ó T T I R
Litið yfir eða framhjá?
Yfirlitsrit og kynjasaga
Hvernig brygðist þú við ef þú keyptir bók um dýrin í Afríku sem síðan
reyndist aðeins lýsa lífi og lifnaðarháttum ljóna? Ég held að jafnvel þótt þér
líkaði það sem skrifað væri um ljónin myndir þú velta fyrir þér hvað hefði
orðið um fílana, apana, hýenurnar og hlébarðana — þau lifa jú í Afríku
líka.1
Þessa skemmtilegu líkingu er að finna í gagnrýni norska bók-
mennta- og karlafræðingsins Jørgens Lorentzens um bókina Med
kjønnsperspektiv på norsk historie, sem út kom árið 1999.2 Lorentzen
þótti bókin að mörgu leyti vel heppnuð en fullmikil kvennasögu-
slagsíða á henni, þ.e. of mikil áhersla á konur og kvennasögu í stað
kyngervis (n. kjønn, e. gender), kynjasögu og karlasögu. Af þeim
sökum fannst honum ósamræmi milli titils bókarinnar og inni-
halds.3 Höfundum bókarinnar hefur vafalaust þótt hart að sér veg-
ið, ekki síst fyrir þær sakir að kvenna- og kynjasögufræðingar hafa
löngum gagnrýnt hefðbundin sagnfræðirit fyrir skort á kynjasjónar-
horni — að fjalla aðeins um ljónin en ekki öll hin dýrin líka. Nú
hafði gagnrýnin hins vegar snúist á þann hátt að yfirlitsrit helgað
konum og sögu þeirra mátti þola sams konar gagnrýni og hvert
annað hefðbundið yfirlitsrit í sagnfræði. Og svo virtist sem gagn-
rýnin grundvallaðist á því að í titli bókarinnar var gefið til kynna að
Saga XLII:1 (2004), bls. 133–138.
1 Jørgen Lorentzen: „Kjønnsperspektiv uten kjønn,“ Apollon 4/99. Sjá slóðina
http://www.apollon.uio.no/1999 4/boknytt/kjoennsperspektiv.shtml [sótt
18/10 2003].
2 Med kjønnsperspektiv på norsk historie. Fra vikingtid til 2000-årskiftet. Ritstjórar Ida
Blom og Sølvi Sogner (Ósló, 1999).
3 Jørgen Lorentzen, „Kjønnsperspektiv uten kjønn.“ — Þess má geta að sænski
sagnfræðingurinn Ann-Katrin Hatje nefnir í annars jákvæðum ritdómi að mið-
að við titil bókarinnar megi segja að í henni sé nokkur kvennasöguslagsíða.
Hún telur hins vegar áherslur höfunda og ritstjóra að hluta til eðlilegar þar
sem kvennasögurannsóknir eigi sér mun lengri sögu en karlarannsóknir
(maskulinitets- och manlighetsforskning), sjá Ann-Katrin Hatje: „Kvinnor, kön och
samhälle i norsk historia,“ Kvinnoforskning 2 (2000), bls. 100–102.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 133