Saga - 2004, Blaðsíða 135
lands eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur sem er í senn saga félags og
yfirlit yfir kvennabaráttuna frá síðari hluta 19. aldar fram undir lok
20. aldar.6
Bók Helga Skúla Kjartanssonar, Ísland á 20. öld, hefur orðið til-
efni talsverðra umræðna og greinaskrifa um ágæti yfirlitsrita, hvað
eigi heima í þeim og hvernig skuli skrifa þau. Í tilefni af þeirri um-
ræðu verður sjónum beint að kvennasögu og yfirlitsritum en
kvennasagan hefur einmitt verið nefnd sem dæmi um vanrækt svið
í bókinni, og skal tekið undir það hér. Tækifærið sem gafst til þess
að skrifa sögu kvenna inn í yfirlit um sögu 20. aldar virðist ekki
hafa verið nýtt sem skyldi.7
Þótt vissulega sé leitast við að segja frá konum og stöðu þeirra í
samfélaginu í Íslandi á 20. öld er það yfirleitt á fremur yfirborðs-
kenndan hátt og sett í sérkafla í stað þess að takast á við það
ögrandi verkefni að flétta kvennasöguna inn í hina almennu sögu.
Það er t.d. sérkennilegt að sjá kvennapólitík fyrstu áratuga 20. ald-
ar í menningar- og samfélagskafla í stað þess að fella hana inn í um-
fjöllun um pólitík þessara áratuga. Áttu konurnar ef til vill ekki
heima með alvörupólitíkinni? Þarna var kjörið tækifæri til þess að
ræða áhrif eða áhrifaleysi kvenna og viðtökurnar sem þær fengu í
pólitíkinni. Til staðar eru rannsóknir á kvennalistum fyrstu þriggja
áratuga 20. aldar þar sem fjallað er um tilurð kvennalistanna, and-
stöðu samfélagsins/karla (og kvenna).8 Þessar rannsóknir hefði
mátt nýta og spyrja hvert hreyfiafl kvennasamtaka og kvennapóli-
tíkurinnar hafi verið. Hver áhrifin hafi verið á þróun samfélagsins.
Eins má nefna hlut kvenna í uppbyggingu velferðarkerfisins (þ.m.t.
L I T I Ð Y F I R E Ð A F R A M H J Á? 135
6 Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags Íslands
1907–1992 (Reykjavík, 1993).
7 Helgi Skúli Kjartansson, Ísland á 20. öld (Reykjavík, 2002). — Umræður um
áherslur og efnisval í Íslandi á 20. öld urðu þó nokkrar á bókafundi Sagnfræð-
ingafélagsins 5. febrúar 2003, sjá „Úr starfi félagsins“ og Halldór Bjarnason,
„Þjóðarsögur — kaós eða harmónía?“ í Fréttabréfi Sagnfræðingafélags Íslands
mars 2003 nr. 131, bls. 2 og 6. Einnig: Helgi Skúli Kjartansson, „Mikill endem-
is klaufi hef ég verið …“, Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands september 2003
nr. 133, bls. 4–5.
8 Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur hefur fjallað hvað ítarlegast um
kvennalistana og er viðamestu rannsóknina að finna í doktorsritgerð hennar:
From Feminism to Class Politics (Umeå, 1998). Einnig má benda á skrif sagnfræð-
inganna Sigríðar Matthíasdóttur og Kristínar Ástgeirsdóttur um kvennapólitík
millistríðsáranna.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 135