Saga - 2004, Síða 136
almannatryggingar, meðlagsgreiðslur, fæðingarorlof, dagheimili,
elliheimili, heilsugæslustöðvar, sjúkrahús), en rannsóknum á því
sviði hefur fjölgað undanfarin ár.9 Skortur á ítarlegri umfjöllun um
hlut kvenna í þróun samfélagsins verður hróplegri en ella þegar
bókarhöfundur segir í lok stutts kafla um „nýtt jafnrétti“ að breyt-
ingar á stöðu kvenna hafi verið „einn dýpstu drátta í mynd aldar-
innar“.10
Ísland á 20. öld er einmitt ein kveikjan að grein Sigurðar Gylfa
Magnússonar í vorhefti Sögu 2003 þar sem hann gagnrýnir yfirlits-
rit harkalega og það sem hann kallar „íslensku sögustofnunina“.
Skilja má orð Sigurðar svo að hann telji yfirlitsrit í anda Íslands á 20.
öld úrelt og hann gagnrýnir einsleita söguskoðun og aðferðafræði.
Hann ræðir sannleikann í fræðunum og hlutlægnina sem honum
þykir sumir sagnfræðingar taka full hátíðlega og heldur fram kost-
um einsögunnar.11 En þótt ýmislegt sé gagnrýnivert í bók Helga
Skúla Kjartanssonar — bæði út frá sjónarhorni kvenna- og kynja-
sögu og öðrum þáttum Íslandssögunnar sem hafa ekki fallið ljúf-
lega að áherslum höfundar — er þá þar með sagt að tími yfirlitsrit-
anna sé liðinn? Þau séu tilgangslausar og ómerkar bækur? Af-
skræming á „sannleikanum“? Sem sagnfræðingur tel ég mikilvægt
að leitast sé við að komast sem næst því sem telja má raunhæfa
mynd af fortíðinni; við drögum upp myndir eða brot sem geta að
sjálfsögðu aldrei sagt allan „sannleikann“ auk þess sem sannleikur-
inn getur tekið á sig margar myndir. Ef við tryðum því raunveru-
lega að hægt væri að höndla sannleikann í eitt skipti fyrir öll væri
lítið eftir að rannsaka.
Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt að spurt sé um sannleika
og hlutlægni þegar yfirlitsrit eru annars vegar. Þau eru því marki
brennd að verða, helst í augum hins almenna lesanda, einhvers
konar „stóri sannleikur“ Íslandssögunnar. Þar er tekið saman í
E R L A H U L D A H A L L D Ó R S D Ó T T I R136
9 Hér má nefna rannsóknir sagnfræðinganna Guðmundar Jónssonar, Ingu
Huldar Hákonardóttur, Kristínar Ástgeirsdóttur og Margrétar Guðmunds-
dóttur. Ágætt yfirlit um afskipti kvennahreyfingarinnar af velferðarmálum
má einnig sjá í bók Sigríðar Th. Erlendsdóttur, Veröld sem ég vil. Saga Kvenrétt-
indafélags Íslands 1907–1992 (Reykjavík, 1993).
10 Helgi Skúli Kjartansson, Ísland á 20. öld, bls. 395.
11 Sigurður Gylfi Magnússon, „Aðferð í uppnámi. Tuttugasta öldin vegin og
metin,“ Saga XLI:1 (2003), bls. 15–54. — Gunnar Karlsson svaraði grein Sig-
urðar í hausthefti Sögu 2003, sjá: „Ég iðrast einskis. Um siðferði í sagnfræði og
einokun einsögunnar,“ Saga XLI:2 (2003), bls. 127–151.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 136