Saga - 2004, Page 137
stuttum og hnitmiðuðum texta það sem í huga höfundar (eða rit-
stjóra verks) skiptir mestu máli í sögu lands og þjóðar. Þess vegna
verður sífellt erfiðara að skrifa yfirlitsrit um leið og samfélagið
verður fjölbreyttara og ólíkir hópar gera kröfur til þess að þar sé
eitthvað sem þeir geti samsamað sig við.12 Stundum eru konur ein-
mitt settar með „hinum“ í hóp og gagnrýni á fjarveru kvenna
(kvenna- og kynjasögulegt sjónarhorn) stundum svarað á þá leið að
það vanti aðra hópa líka. Ég bendi hins vegar á að konur og saga
þeirra nýtur þeirrar sérstöðu umfram aðra „hópa“ að konur eru
helmingur mannkyns auk þess sem kyn gengur þvert á alla hópa.
Konur geta verið samkynhneigðar, fatlaðar, innflytjendur o.s.frv.
Yfirlitsrit hafa reynst mér vel, og sjálfsagt mörgum öðrum, bæði
sagnfræðingum og áhugasömum lesendum. Yfirlitsrit eru líka
margs konar og ef til vill liggur styrkur þeirra í því. Þau geta verið
í hefðbundna stílnum eins og Med kjønnsperspektiv på norsk historie,
sem fylgdi hefðbundinni tímabilaskiptingu yfirlitsrita, þrátt fyrir
nýstárleg efnistök að öðru leyti, til þess að lesendur gætu lesið hana
samhliða hefðbundnum yfirlitsritum. Enda var bókin að sumu leyti
skrifuð til höfuðs (eða jafnhliða) bókinni Grunntrekk i norsk historie,
þar sem lítið fór fyrir kvenna- og kynjasögulegu sjónarhorni.13 Yfir-
litsrit geta verið eins konar persónulegt uppgjör fræðimanna (eins
og Öld öfganna eftir Eric Hobsbawn) og þau geta verið „stórsögur“
kvenna- og kynjasögunnar.14 Ég tel að við eigum að líta á ritun yfir-
litsrita sem áskorun, ögrandi og spennandi verkefni, sem að sjálf-
sögðu getur tekist misvel. Og mér finnst gott að skoða yfirlitsrit til
að fá einhvers konar heildarsýn og átta mig á mögulegu samhengi
hlutanna.
Í áðurnefndri grein í Sögu furðar Sigurður Gylfi sig á þeirri
skoðun Gunnars Karlssonar að ekki sé „hægt að gera frumrann-
sóknir fyrr en efnið hefur verið þakið á einhvern hátt með yfirlits-
riti,“ að þau séu „hjálpargögn og undirstaða frumrannsókna.“ Sig-
urður er ekki sammála þessu, telur öfugsnúið að yfirlitsrit sé for-
senda frumrannsókna auk þess sem hann álítur að yfirlitsritið stýfi
L I T I Ð Y F I R E Ð A F R A M H J Á? 137
12 Sjá grein Ólafs Rastricks, „Einsögu-svartnættið og endalok yfirlitsrita!“, bls.
171–175. Um þetta ræddi hann einnig í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu 31.
október 2003.
13 Gro Hagemann, „Kommentar til Jørgen Lorentzen.“
14 Sjá t.d. stórvirkið A History of Women in the West I–V sem út kom í ritstjórn
Michelle Perrots og George Dubys (Cambridge (MA), 1992–1994) og er skrif-
uð út frá sjónarhorni kyngervis.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 137