Saga - 2004, Page 140
Gölluð greining
Ég verð í upphafi að játa að ég á erfitt með að átta mig á umræðu
Sigurðar Gylfa um yfirlitssöguna, bæði hvað hann meinar og
hvernig hann færir rök fyrir skoðunum sínum. Grundvallarhugtök
eru þokukennd og hafa ýmsar merkingar. Til sagnfræðings sem
ræðir heimspekilegan grundvöll sagnfræði og gefur sig út fyrir að
fylgjast öðrum sagnfræðingum betur með alþjóðlegum straumum
og stefnum verður að gera þá kröfu að hann geti greint á milli hug-
takanna kenning (theory) og stórsaga (grand narrative), hlutlægni
(objectivity) og hlutleysi/óhlutdrægni (impartiality), hlutlægni og
pósitífismi (positivism), nývæðing (modernization) sem atvikslýsing
og nývæðingarkenning (modernization theory). Sjálfu lykilhugtakinu
yfirlitssaga, sem á að vera svo ráðandi í íslenskri sagnfræði, gerir
Sigurður Gylfi hvergi skipulega grein fyrir en eignar því ýmis ein-
kenni eftir atvikum. Hvað á hann við með yfirlitssögu? Er það al-
menn saga (general history, survey), heildarsaga (macrohistory), grein-
ing (synthesis) eða frumsögn/stórsaga (metanarrative/grand narra-
tive)? Það hefði einfaldað málið hefði Sigurður Gylfi látið uppi
hvert af þessum fyrirbærum honum er í nöp við.
Mér er sem sagt ekki fullkomlega ljóst hvað Sigurður á við með
yfirlitssögu og hvort hann er á móti yfirlitsritum yfirleitt eða ein-
ungis einhverri tiltekinni tegund þeirra. Það síðastnefnda, gæti
maður haldið, ef marka má umræðu hans um hverjar séu æskileg-
ar fræðilegar stellingar þess sem ritar sögu heillar aldar. Yfirlitssaga
sem er „ágengt uppgjör“ virðist honum þóknanleg vegna þess að
þá gengst höfundur við því að slíkt verk sé hans eigið hugverk,
skoðun hans sjálfs á því hvað sé markverðast í fortíðinni. Yfirlits-
saga sem veitir „hlutlæga og átakalausa lýsingu á liðinni tíð“ (bls.
17) er hins vegar ótæk.
Á sumum stöðum er það þó yfirlitssagan eins og hún leggur sig
sem fær á baukinn, hversu einkennilegt sem það kann að virðast.
Það getur verið yfirlitssaga í mjög víðtækri merkingu, t.d. saga Ís-
lendinga á 20. öld eða ritgerðir um sagnritun tiltekins tímabils eða
meginsvið sagnfræði eins og birtar voru í tímaritinu Sögu árið 2000.
Ætti þá ekki rannsókn sem markar sér mjög vítt efnissvið, t.d. sögu
bókmenningar, að teljast til yfirlitssögu? Eða rannsókn um vítt
tímasvið en þröngt efni, t.d. saga súkkulaðis síðan á 17. öld? Ef svo
er þá sýnist mér lunginn úr íslenskri sagnfræði falla undir þennan
ótæka flokk, yfirlitsritin, og jafnvel sumt af því sem Sigurður Gylfi
G U Ð M U N D U R J Ó N S S O N140
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 140