Saga - 2004, Page 143
ekki að allt sé komið undir persónulegri túlkun rannsakandans; þá
er skammt í það að sannleikskröfunni sé kastað fyrir róða. Þegar
póstmódernistar gagnrýna viðteknar sagnfræðilegar aðferðir
gleyma þeir oft að greina á milli markmiða sagnfræðingsins og ár-
angurs. Þótt sagnfræðingurinn semji verk sem er augljóslega mót-
að af afstöðu hans sjálfs er ekki þar með sagt að hann eigi að hætta
að leitast við að vera hlutlægur og óhlutdrægur. Að ómögulegt sé
að ná 100% hlutlægni merkir ekki að hann eigi að gefa hlutlægnis-
kröfuna upp á bátinn sem markmið.
Erkidæmi um yfirlitssögu
Sigurði Gylfa Magnússyni er tíðrætt um Sögu 2000, en til útskýring-
ar skal þess getið að ákveðið var að helga þetta hefti íslenskri sagn-
ritun. Markmiðið var „að gefa lesendum yfirlit yfir það markverð-
asta sem skrifað hefur verið um sögu Íslands frá því að nútíma-
sagnfræði varð til“.1 Ellefu höfundar voru fengnir til að fjalla um
ákveðin tímabil Íslandssögunnar eða efnissvið og var þeim mikill
vandi á höndum því að þeir fengu til þess aðeins 12–18 síður (þ.e.
helmingi minna pláss en sem svarar grein Sigurðar Gylfa í vorhefti
Sögu 2003). Þáverandi ritstjórar Sögu (Sigurður Ragnarsson, Guð-
mundur J. Guðmundsson og höfundur þessarar greinar) töldu
þetta engu að síður tilraunarinnar virði enda hafði engin slík grein-
ing verið áður gerð á íslenskri sagnfræði.
Ritgerð eftir undirritaðan um ritun hagsögu á 19. og 20. öld í
Sögu 2000 tekur Sigurður Gylfi sem erkidæmi um yfirlitssögu, eins
og hún útmálast eftir ofangreindum hugmyndum hans. Í lokakafla
ritgerðarinnar fjallaði ég um íslensku iðnvæðinguna og kallaði eftir
almennri kenningu um orsakasamhengið í þessu merkilega fyrir-
bæri,2 almennri kenningu vegna þess að í sagnfræðiritum (þ. á m.
rit undirritaðs) hefur verið einblínt á ákveðnar hliðar iðnvæðingar-
innar, tækni, útflutningsverslun, fjármunamyndun, stofnanir, fólks-
fjölgun, vinnumarkað og verkalýðshreyfingu, svo að það helsta sé
nefnt, en ekki leitast við að tengja þær saman í leit að almennu or-
sakasamhengi. Þessi ummæli túlkar Sigurður svo að ég stefni að
því að
„Y F I R L I T S H U G S U N I N“ 143
1 „Formáli“, Saga XXXVIII (2000), bls. 7.
2 Guðmundur Jónsson, „Sagnaritun um hagsögu 19. og 20. aldar“, Saga XXXVIII
(2000), bls. 180.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 143