Saga - 2004, Side 145
Er íslenska einsagan frelsun?
Sigurður Gylfi Magnússon hampar einsögunni sem leið út úr
ógöngum yfirlitssögunnar. Hann hefur meira að segja þróað eigin
útgáfu af einsögunni sem hann kallar einvæðingu sögunnar og hefur
útlistað í löngu máli á öðrum vettvangi. Hún felst í því, eins og
hann segir sjálfur, „að rannsaka viðfangsefni í eigin röklegu og
menningarlegu samhengi og leitast þannig við að aftengja „mann-
gerða“ hugmyndapakka stórsagnanna.“3 Tengingu hins einstaka
við hið almenna er hafnað og einstaklingurinn er skoðaður „út frá
hans eigin forsendum“.4 Vitnisburður hans mótar hugmyndir og
„kvíar“ sagnfræðingsins, en ekki öfugt.
Það eru margar brotalamir í þessari róttæku atómíseringu sagn-
fræðinnar. Því lengra sem hún gengur, þeim mun minna sagnfræði-
legt inntak hefur hún. Saga einstaklings sem bregður ekki birtu yfir
neitt annað en hann sjálfan — sem er ekki sett á neinn hátt í sam-
hengi við samferðamenn, menningu og samfélag — er ekki sagn-
fræði, ekki einu sinni ævisaga, heldur í besta falli naflaskoðun með
hjálp einsögufræðings. Það er í raun og veru ekkert annað en tálsýn
að halda því fram að hægt sé að skoða einstaklinginn út af fyrir sig
— „á eigin forsendum“. Maðurinn er félagsvera, hann er mennsk-
ur vegna samneytis við annað fólk, mótaður af menningu, siðum
og venjum og er því sjálfur merkisberi menningarinnar. Því kemst
sagnfræðingurinn ekki hjá því að gefa því gaum á hvern hátt sam-
félagið endurspeglast í honum. Í grein eftir franska félagsfræðing-
inn Pierre Bourdieu sem nefnist „L’illusion biographique“ er ævi-
sagan sem aðferð gagnrýnd fyrir þá tilhneigingu að skoða ævi ein-
staklingsins sem afmarkað „lífshlaup“, sögu sem stefnir að
ákveðnu marki og stýrist af innra, rökrænu samhengi.5 Einstakling-
urinn er þar með slitinn úr félagslegu samhengi. Jafnvel tilvist
sjálfsins, segir Bourdieu, er félagslega skilyrt og í mesta lagi er hægt
að skýra stakar skynjanir eða tilfinningaleg viðbrögð til annarra
þátta en hinna félagslegu. „Hver myndi annars taka upp á því að
„Y F I R L I T S H U G S U N I N“ 145
3 Sigurður Gylfi Magnússon, „Einvæðing sögunnar“, Molar og mygla. Um ein-
sögu og glataðan tíma. Ritstjórar Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein
(Reykjavík, 2000), bls. 137–138.
4 Sama rit, bls. 138.
5 Hér er notuð dönsk þýðing greinarinnar: „Den biografiske illusion“, Kontext 52
(1988), bls. 39–45.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 145