Saga - 2004, Side 148
betri þekkingu og þar með fullkomnari þekkingu á fortíðinni. Þetta
gagnrýnir hann með þeim orðum að „sagan verður aldrei endur-
sköpuð“ og fortíðarmyndin verði „að langmestu leyti til í höfði
sagnfræðingsins“.2 Nokkuð er um liðið síðan sagnfræðingar áttuðu
sig á því að fortíðin yrði seint endursköpuð í frásögnum þeirra og
tel ég að fæstir íslenskir sagnfræðingar standi enn í þeirri trú, jafn-
vel þótt yfirlit eigi í hlut.3 Hitt er nýrri skoðun að fortíðin verði
aðallega til í höfði sagnfræðingsins og það eru rök sem ýmsir sam-
tímafræðimenn hafa haldið fram. Eiga þau upphaflega rót að rekja
til hugmynda Haydens Whites á áttunda áratugnum um frásagnar-
einkenni sagnfræðiritsmíða. Fleiri fræðimenn eiga hér líka hlut að
máli og áðurnefndur F.R. Ankersmit hefur hér lagt fram drjúgan
skerf og unnið úr hugmyndum Whites.4
Áður en lengra er haldið er gagnlegt að reyna að átta sig á skoð-
unum íslenskra sagnfræðinga á nokkrum grundvallaratriðum í
sagnfræðiiðkun þeirra. Ég hygg að flestir starfandi sagnfræðingar á
Íslandi séu um þessar mundir að meira eða minna leyti nýgerðar-
sinnar (constructionists) fremur en endurgerðarsinnar (reconstruct-
ionists), svo að orðalag afbyggjenda (deconstructionists) um tvær
helstu fylkingar í söguheimspeki samtímans sé notað. Að minnsta
kosti mun þetta raunin erlendis.5 Með öðrum orðum tel ég að þeir
geti flestir fallist á að sagnfræðiskrif hvíli mjög á vali, tengingu og
mati á heimildum, sem og túlkun, en ekki „hlutlausu“ vali „stað-
reynda“ sem tali sjálfar sínu máli eins og empíristar eða pósitívist-
ar (öðru nafni endurgerðarsinnar) mundu telja. Þetta er að sjálf-
sögðu afar mikil einföldun á skoðanamun þessara tveggja hópa og
H A L L D Ó R B J A R N A S O N148
2 Sigurður Gylfi Magnússon, „Fanggæsla vanans: Til varnar sagnfræði“, fyrri
grein, Skírnir 176 (haust 2002), bls. 381 (fyrsta tilvitnunin), 386, 387 (síðari tvær
tilvitnanirnar).
3 Sjá t.d. Sivert Langholm, Historisk rekonstruksjon og begrunnelse: En innføring i
historiestudiet, 2. útg. (Ósló, 1977), bls. 4–5.
4 Stutt lýsing á helstu hugmyndum Whites og gagnrýni á þær er t.d. í bók
Willies Thompsons, What Happened to History? (London, 2000), bls. 111–118.
Um gagnrýni Ankersmits á hugmyndir Whites og betrumbætur hans, sjá bók
F.R. Ankersmits, Historical Representation, Cultural Memory in the Present (Stan-
ford, 2001), bls. 20–21, 29–74.
5 Alun Munslow, „Editorial“, Rethinking History: 1 (1997), bls. 5–6. Höfundurinn
lýsir ágætlega helstu fylkingum sagnfræðinga í aðferðafræðilegum efnum í
þessari ritstjórnargrein sinni; varðandi bæði skoðanamun fræðimanna og það
hvernig þeir skipa sér í fylkingar sjá sömu grein bls. 4–10.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 148