Saga - 2004, Page 150
stefnu afbyggjenda í sagnfræði. Annar er andóf gegn valdi, sem og
afleiðingum valdbeitingar, þ.e. þegar valdhafar þagga niður í til-
teknum hópum eða útiloka skoðanir sem þeir álíta óæskilegar.
Hinn er andúð á stórsögum og ræði ég báða þessa þætti nánar hér
á eftir.7
Hafa yfirlitsrit innbyggð einkenni?
Þegar frá er talin hugmyndin um endursköpun fortíðar eiga önnur
gagnrýnisefni Sigurður Gylfa sérstaklega við yfirlitsrit en ekki
meira eða minna öll sagnfræðiskrif. Ein aðfinnsla hans er að í yfir-
litsritum sé litið fram hjá „ólíkum nálgunum sagnfræðinnar, hvern-
ig þessi þekking verður til og er fengin …“.8 Þar af leiðandi hvíli yfir-
litsrit á þekkingarlegri málamiðlun sem sé andstæð hinni „flóknu
flóru lífsins“ og í því samhengi bendir hann á jaðarhópa sem gjarn-
an verði útundan í yfirlitum.9 Afleiðing þessarar ósamstæðu þekk-
ingar, sem sé brædd saman, og óhjákvæmilegra málamiðlana séu
einþráða frásagnir sem myndi „hryggjarstykkið“ í yfirlitunum10 og
þau gefi jafnframt „hlutlæga og átakalausa lýsingu“ í stað
„ágeng[s] uppgjör[s] þar sem einstaklingar, atburðir og stofnanir
eru teknar til gagngerrar endurskoðunar.“11 Enn fremur segir hann
að innbyggðar hömlur yfirlita, sem hann skýrir ekki frekar, varni
„skoðanaskiptum, ólíkum sjónarmiðum og jafnvel átökum, allt í
nafni hlutleysis eða hlutlægni og skýrra lína.“12
Hér kemur Sigurður Gylfi að mörgum atriðum sem eru þó sam-
tengd og ég skil þessi gagnrýnisefni hans svo að þau lúti í grund-
vallaratriðum öll að ætluðum innbyggðum einkennum yfirlitsrita
(sbr. orð hans um innbyggðar hömlur) auk þess sem útfærsla yfir-
litsritanna í höndum íslenskra sagnfræðinga undanfarin ár sé gagn-
rýni verð. Eftir því sem ég fæ best séð hafa yfirlitsrit engin inn-
byggð einkenni sem gera það að verkum að þau hljóti að breiða yfir
H A L L D Ó R B J A R N A S O N150
7 Willie Thompson, What Happened to History?, bls. 65–67.
8 Sigurður Gylfi Magnússon, „Fanggæsla vanans“, bls. 381.
9 Sama heimild, bls. 395. Sbr. Sigurður Gylfi Magnússon, „Aðferð í uppnámi“,
bls. 21–22.
10 Sigurður Gylfi Magnússon, „Fanggæsla vanans“, bls. 393.
11 Sigurður Gylfi Magnússon, „Aðferð í uppnámi“, bls. 17 (hvor tveggja tilvitn-
uðu ummælin).
12 Sama heimild, bls. 49.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 150