Saga - 2004, Síða 153
selt þau til að ná inn tekjum fyrir útgáfukostnaði, taka þarf tillit til
væntinga lesenda og kaupenda ritsins, og svo geta öflug hags-
munasamtök í samtímanum hugsanlega skipt máli ef um mikla
hagsmuni er að ræða (gjafakvótinn í fiskveiðunum er dæmi um
slíkt).
Þetta er ekki einungis fræðilegur vandi, og mjög skiljanlegur,
heldur einnig þjóðfélagslegur og snertir annars vegar skilning
sagnfræðinga og annarra á þjóðfélagslegu hlutverki sagnfræði og
hins vegar skilning sagnfræðinga á hlutverki sínu sem þjóðfélags-
þegna og fræðimanna. Vandinn hefur ekki brunnið mikið á íslensk-
um sagnfræðingum af því að við yfirlitsritun hafa þeir verið trúir
hefðinni um „hlutlausa“ sagnfræði, þ.e. sagnfræði sem ekki „stygg-
ir“ samtímann. Þrátt fyrir að þessi vandi hafi því kannski ekki ver-
ið áberandi á Íslandi fyrr en þjóðarsöguyfirlit okkar fóru að taka til
samtímans er hann engu að síður til staðar. Ef hugmyndum
Foucaults er fylgt eftir af samkvæmni þá mun hann knýja sagn-
fræðinga til að taka þessi mál til íhugunar fyrr eða síðar. Hitt skal
ósagt látið hvort slíkum yfirlitum í anda afbyggingar yrði mætt
með tómlæti af hálfu almennings, fjölmiðla og stjórnvalda, eins og
gerst hefur í hliðstæðum tilvikum.15 En byrjunin er að sagnfræðing-
ar taki til í sínum ranni og oftast eiga þeir að lokum síðasta orðið
um fortíðina.
Forskrift stórsagnanna
Síðasta gagnrýnisefni Sigurðar Gylfa sem hér verður rætt og ekki
það veigaminnsta er það að yfirlitsritin styðjist við „fyrirframgefna
forskrift stórsagnanna“.16 Á öðrum stað orðar hann það svo að stór-
sögur, eins og nývæðing, séu „felld[ar] í skorður yfirlitsins.“17 Með
stórsögum eða frumsögum, eins og þær hafa líka verið kallaðar, á
hann að sjálfsögðu við grand narratives eða metanarratives sem Jean-
François Lyotard gaf nafn og aðrir gerðu kunnar.18 Stórsögur fjalla
Y F I R L I T S R I T I N 153
15 Guðni Th. Jóhannesson, „Þorskastríð í sjónvarpi: Frásagnir, sagnfræði og
(hálf)sannleikur“, Saga XLI:1 (2003), bls. 196–197.
16 Sigurður Gylfi Magnússon, „Einsaga á villigötum?“, Íslenskir sagnfræðingar II.
Viðhorf og rannsóknir. Ritstj. Loftur Guttormsson [o.fl.] (Reykjavík, 2002), bls. 468.
17 Sigurður Gylfi Magnússon, „Aðferð í uppnámi“, bls. 17–18.
18 Sjá rit hans La Condition postmoderne: Rapport sur le savoir (1979), á ensku The
Postmodern Condition: A Report on Knowledge. Þýð. Geoff Bennington og Brian
Massumi, Theory and History of Literature 10 (Minneapolis, 1984).
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 153