Saga - 2004, Síða 158
H E L G I Þ O R L Á K S S O N
Stórsaga og yfirlitssaga á hjörum
Í skrifum sínum undanfarin misseri hefur Sigurður Gylfi Magnús-
son fjallað um svonefnda stórsögu og talið hana varasama. En hvað
er stórsaga? Ekki hefur komið skýrt fram hvort hann telur hana
vera venjulega yfirlitssögu eða eitthvað annað. Helst er þó ætlandi
að hann telji að stórsaga og yfirlitssaga sé hið sama og þannig
munu margir hafa skilið hann. Í grein sinni í ritinu Molum og myglu
virðist hann miða við að fjölsögur (macrohistories) geti runnið sam-
an í yfirlitssögu „sem hangir saman á hjörum stórsagnanna“. Kem-
ur í ljós að orðið „stórsaga“ er þýðing sem hann notar fyrir meta-
narrative á ensku.1 Það má auðvitað segja að allar yfirlitssögur séu
fjölsögur og eru þá í þeim skilningi hver um sig metahistory eða
metanarrative, þ.e. saga um sögur. Í umfjöllun sinni virðist mér Sig-
urður Gylfi ekki gera greinarmun á gagnrýni á stórsögur, um einn
stórasannleik sem yfirskyggi allt annað í sögunni (um þetta má
nota grand-narratives eða masternarratives), og svo yfirlitssögur (á
ensku general histories) sem má líta á sem fjölsögur og þar með sög-
ur um sögur. Hann notar til skiptis orðið yfirlitssaga og stórsaga og
þetta rennur saman í skrifum hans.2 Hann vísar til höfunda sem
hann hermir að gagnrýni hvernig sagnfræðingar semji yfirlitssögur
en óljóst er hvort það merkir stórsögur, um einn stórasannleik, eða
yfirlitssögur. Hér verður haldið fram því meginsjónarmiði að yfir-
litssaga þurfi ekki að vera stórsaga og skal það nú skýrt.
Sigurður Gylfi segir okkur að „nývæðing“ (modernization) sé
gott dæmi um stórsögu. Með nývæðingu í þessu samhengi er átt
við framfarir undir merkjum skynsemi og frelsis og er miðað við að
nývæðing hefjist á 18. öld. Skilningur á nývæðingu er talinn hafa
Saga XLII:1 (2004), bls. 158–163.
1 Sigurður Gylfi Magnússon, „Einvæðing sögunnar“, Molar og mygla. Um ein-
sögu og glataðan tíma. Ritstjórar Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein. Atvik
5 (Reykjavík, 2000), bls. 129, sbr. 127 og ennfremur 131–132.
2 Sigurður Gylfi Magnússon, „Fanggæsla vanans. Til varnar sagnfræði. Fyrri
grein“, Skírnir 176 (haust 2002), bls. 395–396. — Sami, „Að stíga tvisvar í sama
strauminn. Til varnar sagnfræði. Síðari grein“, Skírnir 177 (vor 2003), bls.
144–145 og 147–148. — Sami, „Aðferð í uppnámi. Tuttugasta öldin vegin“, Saga
XLI:1 (2003), bls. 17–19.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 158