Saga - 2004, Side 159
skapað samhengi í sögulega þróun og menn hafa jafnvel talað um
að þróunin stefni að ákveðnu marki.3 Menn hafa líka tengt nývæð-
inguna frelsi og þjóðríki. Jean-François Lyotard fann mjög að ný-
væðingarhugmyndinni, bæði að merkingu eða innihaldi og sem
mynstri í sagnfræðilegum frásögnum. Hann ritaði árið 1979 (í
enskri þýðingu): „The grand-narrative has lost its credibility …“.4
Stórsögunni um nývæðinguna hafi fylgt einhliða túlkun og lofgjörð
um framfarir. Henni hafi fylgt heildarsýn og sú tilhneiging að steypa
allt og alla í sama mót. Það sem ekki hafi hæft í mótin hafi fallið út
fyrir og ekki verið viðurkennt. Allar frásagnir hafi verið miðaðar
við þessa einu.
Það er vel hægt að taka undir gagnrýni Lyotards um þetta án
þess að hafna yfirlitssögu. Sigurður Gylfi virðist hins vegar telja að
yfirlitssögur eða yfirlitsrit (þýðing hans á general history) hljóti jafn-
an að vera lituð af stórsögum í þeirri merkingu sem Lyotard miðar
við.5 Vel er hægt að skilja andúð Sigurðar Gylfa á stórsögum í
þeirri merkingu að allt sé skoðað út frá einni meginhugmynd, svo
sem nývæðingu, þjóðríki, öreigum, „flokknum“ eða Vesturlöndum,
og haldið að lesendum, beint eða óbeint, að annað skipti ekki máli.
Frásagnir af þessu tagi hafa lengi verið gagnrýndar í hópi sagn-
fræðinga.
Í nýlegum skrifum sínum í Skírni og Sögu fjallar Sigurður Gylfi
um stórsögur og hversu óæskilegar þær séu og gagnrýnir þá sem
aðhyllast þær. Svo er að skilja á honum að sagnfræðingar í háskóla-
samfélaginu (við Háskóla Íslands væntanlega) séu ofurseldir slík-
um stórsögum, t.d. nývæðingunni, og séu þar með „fanggæslur
vanans“.6 Ég kannast ekki við það. Þegar Sigurður Gylfi fjallar um
stórsögur er hann m.a. að tala um venjulegar yfirlitssögur, svo sem
Kristni á Íslandi sem gefin var út á vegum Alþingis.7
S T Ó R S A G A O G Y F I R L I T S S A G A Á H J Ö R U M 159
3 Georg G. Iggers, Historiography in the Twentieth Century. From scientific objectiv-
ity to the postmodern challenge (Hanover, 1997), bls. 4–5 og 141.
4 Jean-François Lyotard, The Postmodern Condition: A Report on Knowledge (Min-
neapolis, 1984), bls. 37, sbr. 34.
5 Sigurður Gylfi tekur upp endursagnir Úlfhildar Dagsdóttur (Skírnir 2003, bls.
151–152) og Jóns Yngva Jóhannssonar (Saga 2003:2, bls. 18–19) á fræðum Lyo-
tards um stórsögur.
6 Sigurður Gylfi Magnússon, „Fanggæsla vanans,“ bls. 399; sbr. sami, „Að stíga
tvisvar í sama strauminn, bls. 129. Sbr. og sami, „Aðferð í uppnámi,“ bls.
25–26, 30 og 36.
7 Sigurður Gylfi Magnússon, „Fanggæsla vanans,“ bls. 398, sbr. 386–387.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 159