Saga - 2004, Blaðsíða 161
Orð Sigurðar Gylfa um að sagnfræðingar erlendis séu almennt
orðnir fráhverfir yfirlitssögum (nema þá til að afbyggja) standast
ekki. Hér má taka Noreg sem dæmi, þar birtast nýjar yfirlitssögur
reglulega. Ingar Kaldal, prófessor í sagnfræði við NTNU í Þránd-
heimi, fjallar um yfirlitssögur og stórsögur í nýrri bók og segir m.a.:
Store forteljingar i betydninga metaforteljingar finst også i hi-
storiske framstillingar om lokale og små forhold, likså vel som
i store oversiktsverk, over ‘Norges historia’ eller ‘verdshisto-
ria’. Såleis er det også lite treffande å sjå problematiseringa av
metahistorien og dei store forteljingane som eit trugsmål mot
målet om å skrive historie med löfta blikk og oversiktsper-
spektiv. Dette handlar ikkje om å granske trea framfor skogen,
slik noen har gitt inntrykk av.11
Kaldal yrði greinilega ósammála Sigurði Gylfa kynntist hann verk-
um hans og hugmyndum.
Ég tel auðsætt að yfirlitssögur geti verið gagnlegar, m.a. af því að:
a. þær bjóða upp á endurskoðun sögunnar í samræmi við nýj-
ar hugmyndir og breytt viðhorf í samtíma;
b. þær gefa kost á að meta nýlegar rannsóknir;
c. þær bjóða upp á yfirlit og samhengi.
Þannig gera yfirlitssögur sagnfræðingi kleift sem höfundi að vega
og meta ýmsar kenningar og hugmyndir sem fram hafa komið,
gera upp á milli gagnstæðra skýringa eða taka efni saman og draga
fram meginlínur án þess að allt þurfi að falla að einni meginskýr-
ingu eða kenningu.12
Þeir sem rita yfirlitssögu verða að meta hvað þeir telja merkast
eða mikilvægast og gera grein fyrir því. Það hefur t.d. þótt mikil-
vægt á undanförnum áratugum að gera grein fyrir af hverju þjóð-
S T Ó R S A G A O G Y F I R L I T S S A G A Á H J Ö R U M 161
11 Ingar Kaldal, Frå sosialhistorie til nyare kulturhistorie (Ósló, 2002), bls. 52–53.
12 Hér er lýst því sem nefnt er syntesa á erlendum málum. Norski sagnfræðing-
urinn Knut Kjeldstadli segir að það sé annars vegar að taka saman efni, eins
og vanalega er gert í lok greina og ritgerða. Þetta er þó hvorki hið sama og al-
hæfing né samsvarar þetta endilega yfirlitssögu. Hins vegar er um að ræða
syntesu sem er fólgin í að setja saman efni úr ýmsum áttum, samþætta í eina
heild, semja heildarsögu út frá meginhugmyndum eða kenningu sem getur
tengst pólitískum og brýnum álitamálum í samtíma. Sjá Knut Kjeldstadli,
Fortida er ikkje hva den en gang var. En innföring i historiefaget (Ósló, 1997), bls.
216–218 og 285. Hið síðarnefnda er metahistory og getur verið stórsaga eða
masternarrative ef reynt er að beygja sem mest undir eina kenningu og því
sleppt sem fellur fyrir utan.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 161