Saga - 2004, Síða 168
Bannfæringar eru ekkert einsdæmi því að mikið af þeim upplýs-
ingum sem er að finna í almennum yfirlitsritum töldust einu sinni
til sanninda en eru löngu hættar að vera það í augum sérfræðinga
á ýmsum sviðum. Sömuleiðis er fyrir hendi mikil þekking á þeim
þúsund árum í vestur-evrópskri sögu sem kallast miðaldir en aldrei
hefur verið tekin inn í yfirlitsrit. Af hverju skilar ný þekking sér
svona seint í hefðbundin yfirlitsrit? Ég tel að þar beri enn að líta á
formið. Bókmenntagreinin býður ekki upp á ný efnistök frekar en
rómantísk skáldsaga upp á söguþráð þar sem foreldrarnir eru him-
inlifandi yfir því að piltur og stúlka felli saman hugi. Slík saga er
eitthvað allt annað, kannski orðin að sósíalrealískri skáldsögu sem
er fyrir allt annan lesendahóp og guð má vita hvort hann er yfirleitt
til.
Frá sjónarhóli útgefenda er lesendahópurinn mikilvægur og því
er óhjákvæmilegt að spyrja hverjir séu í þeim klúbbi. Mér hefur
skilist að markhópur yfirlitsrita sé hinn svokallaði almenni lesandi.
Sagt er að hann ráði ekki við neðanmálsgreinar og kannski gerum
við ráð fyrir því að hann beri ekki skynbragð á vafa, heimildir og
rök, að minnsta kosti fer að jafnaði lítið fyrir umræðu og meira fyr-
ir frásögn í yfirlitsritunum. Sagnfræðingurinn veit að yfirlitsritið er
úrelt, eðli málsins vegna, að minnsta kosti að hluta til, því að ef um-
ræðunni er sleppt er því aðeins haldið inni sem hvort eð er er orð-
inn hluti almennrar þekkingar. Er kannski verið að gera lítið úr vits-
munum lesanda almennra yfirlitsrita með því að treysta honum
ekki til að meðtaka aðra sögu en þá sem liggur þegar fyrir? Væri
ekki reynandi að segja meira frá heimildunum, ágreiningi og hverj-
L Á R A M A G N Ú S A R D Ó T T I R168
haldið að jörðin væri flöt: „hefur þó einhvern veginn tekist svo slysalega til að
fjöldi upplýsts fólks ruglar saman jarðmiðjukenningunni og hugmyndinni um
flata jörð, ímyndar sér að Kólumbus hafi verið brautryðjandi nýrra og byltingar-
kenndra sanninda með því að skilja að Asía lægi bæði í austur og vestur frá Evr-
ópu, og að hnattlögun jarðar hafi verið sú hneykslanlega villukenning sem Bru-
no var brenndur fyrir og Galileo látinn éta ofan í sig fyrir rannsóknarrétti. Deil-
an um hina flötu jörð er reyndar meira en einber misskilningur sem þörf sé að
sópa til hliðar, heldur er hún ein þeirra þjóðsagna sem kalla má hluta af almennri
þekkingu á Vesturlöndum, á borð við fróðleik eins og að storkurinn komi með
börnin, að hreindýr dragi sleða jólasveinsins, eða að steinaldarkarlar hafi leitað
kynna við konur með því að slá þær leiftursnöggt í höfuðið.“ Helgi Skúli Kjart-
ansson, „Sagnir og fræði handa ferðalöngum“, Saga XLI:1 (2003), 146–147. Ég hef
áður komið inn á skyldar hugmyndir: Lára Magnúsardóttir, „Kristni á miðöld-
um“, bls. 218–220.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 168