Saga - 2004, Page 172
í ljós sögulega framvindu. Margar leiðir eru að þessu marki og vel
er unnt að skapa röklega heildarsýn þótt ólík svið samfélagsins séu
tekin til meðferðar eða þótt höfundurinn sé sjáanlegur í textanum
og taki til skoðunar ólíkar hugmyndir fræðimanna um einstök
söguleg ferli.
Í þessu sérkenni yfirlitsins felst að mínu mati meginkostur þess,
en jafnframt megingalli. Til þess að skapa það yfirlit sem sóst er eft-
ir þarf yfirlitsritið að innbyrða framandi orðræður og samlaga þær
sjálfu sér. Með yfirlitsritinu er því sköpuð altæk orðræða sem lætur
sér ekkert óviðkomandi en mótar þess í stað viðfangsefni sitt eftir
eigin lögmálum. Þannig má segja að í yfirlitsritum sem alhliða
heildarúttekt á samfélagi felist allajafna þekkingarlegt ofbeldi gagn-
vart þeim sem illa rekast í því formi sem yfirlitsritið er.2
Þetta sjónarmið má skýra með vísan til tengsla þess að fjallað er
um konur í yfirlitsritum og inntaks feminískrar gagnrýni. Fem-
inískir sagnfræðingar hafa lengi gagnrýnt almenna söguritun, ekki
síst yfirlitsrit, á grundvelli þess að þar hafi verið dregin upp karl-
læg mynd af fortíðinni. Við þessu hafa höfundar yfirlitsrita brugð-
ist með því að gera hlutskipti kvenna nokkur skil í ritum sínum.
Með því hafa þeir sýnt fram á fádæma hæfileika yfirlitsritsins til að
samlaga utanaðkomandi orðræður eigin markmiðum. Með því að
„innbyrða konur“ hefur verið brugðist við þeirri gagnrýni að ekki
sé um þær fjallað í yfirlitsritum. Samhliða, þótt það sé án efa ekki
ætlan höfundanna, hefur verið dregið úr krafti feminískrar gagn-
rýni, yfirlitssagan þykist nú uppfylla frekar en áður sínar lýðræðis-
legu og borgaralegu skyldur, sem sé að fjalla um alla meðlimi sam-
félagsins. Eftir sem áður er sagan þó að verulegu leyti karllæg, ein-
faldlega vegna þess að karlar hafa gegnum tíðina verið meira áber-
andi en konur sem gerendur í félagsheiminum.
Slík heildræn nálgun að veruleikanum hefur nú um langt skeið
sætt gagnrýni sem að hluta til er sprottin af þekkingarfræðilegum
rótum en leitar empírísks stuðnings í greiningu á því þekkingarlega
ofbeldi sem þeir sem ekki hafa markað spor sín á formgerð sögu-
legrar orðræðu hafa verið beittir. Taka má dæmi af þeirri evrópu-
miðuðu söguskoðun þar sem íbúar nýlendnanna voru í upphafi
Ó L A F U R R A S T R I C K172
2 Dipesh Chakrabarty, Provincializing Europe. Postcolonial Thought and Historical
Difference (Princeton og Oxford, 2000), bls. 98–100, og „Postcoloniality and the
Artifice of History. Who Speaks for „Indian“ Pasts?“, Representations 37 (1992),
bls. 1–2.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 172