Saga - 2004, Page 177
G U Ð M U N D U R J Ó N S S O N
Myndin af 20. öldinni
SAGA 20. ALDARINNAR. Átta þættir. Höfundar handrits: Hannes H.
Gissurarson og Ólafur Þ. Harðarson. Framleiðandi: Jónas Sigurgeirs-
son. Kvikmyndagerðin Alvís. Sýning þáttanna hófst í Ríkissjónvarp-
inu í desember 2002.
20. ÖLDIN. BROT ÚR SÖGU ÞJÓÐAR. Tíu þættir. Höfundur hand-
rits: Jón Ársæll Þórðarson. Framleiðandi: Björn Brynjúlfur Björnsson.
Framleitt af Hugsjón. Sýndir á Stöð 2 á árinu 2000.
Eins og vænta mátti fundu margir þörf hjá sér í aðdraganda alda-
mótanna síðustu að taka sögu 20. aldarinnar til skoðunar, reyna að
henda reiður á þessari ógnþrungnu og atburðaríku öld, rifja upp,
skýra, skilja, meta — og gera hana upp, hver eftir sínu höfði. Tals-
vert hefur verið rætt og ritað um þær bækur sem komu út um sögu
Íslands á 20. öld en hér verður sjónum beint að fjölmiðlaefni sem
hæst bar á þessu sviði. Þar er um að ræða tvær þáttaraðir, gerðar af
miklum metnaði, sem sýndar voru í sjónvarpi um og eftir aldamót-
in. Í Ríkissjónvarpinu var Saga 20. aldarinnar sýnd en þar voru að
verki stjórnmálafræðiprófessorarnir Hannes H. Gissurarson og
Ólafur Þ. Harðarson. Þættirnir eru alls átta og heita þeir: Þjóðin
vaknar: 1901–1927, Átök við aldahvörf: 1927–1940, Stríð og friður:
1940–1949, Haftabúskapur og kalt stríð: 1949–1959, Viðreisnarárin:
1959–1971, Ísland stækkar: 1971–1983, Í leit að jafnvægi: 1983–1991
og Þjóð í fremstu röð: 1991–2000. Á Stöð 2 var sýnd þáttaröðin 20.
öldin. Brot úr sögu þjóðar (hér eftir nefnd Brot úr sögu þjóðar) eftir Jón
Ársæl Þórðarson fjölmiðlamann og var hún í 10 hlutum, hver þeirra
helgaður einum áratug. Bók með sama nafni var gefin út árið 2000
undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar þar sem myndir eru í aðal-
hlutverki.1
Saga XLII:1 (2004), bls. 177–186.
S J Ó N R Ý N I
1 20. öldin. Brot úr sögu þjóðar. Ritstjóri Jakob F. Ásgeirsson (Reykjavík, 2000).
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 177