Saga - 2004, Blaðsíða 178
Möguleikar og takmarkanir myndrænnar miðlunar
Einn af ótvíræðum kostum lifandi mynda við miðlun sögunnar er
að þær skapa meiri nálægð við söguefnið og sterkari upplifun en rit-
aður texti að jafnaði gerir. Þær höfða til fleiri skilningarvita og skynj-
un áhorfandans verður oft á tilfinningalegum nótum ekkert síður en
vitsmunalegum, þá ekki síst fyrir tilstilli tónlistarinnar. „Upplifun-
in“ færir áhorfandann nær tíðaranda atburðanna og hann getur
næstum þreifað á þeim. Þannig verka sjónvarpsþættirnir sem hér
eru til umfjöllunar þegar höfundum þeirra tekst vel upp. Og það
gera þeir oftar en ekki. Mikil vinna hefur verið lögð í myndaöflun í
báðum þáttaröðunum og margt af því sem ber fyrir sjónir hefur ekki
verið sýnt áður. Meðal frumsýndra mynda í Brotum úr sögu þjóðar er
kvikmynd um líf og störf franskra sjómanna hér við land á fyrsta
áratug aldarinnar og mynd um norska hvalfangara á Hesteyri
1910–1911. Báðar þáttaraðirnar gera sér mat úr elstu kvikmyndum
sem varðveittar eru í Kvikmyndasafni Íslands, slökkviliðsæfingu í
Reykjavík og þingmannaförinni til Danmerkur 1906.
Myndmiðlar segja söguna með öðrum hætti en bækur, þótt ekki
sé vegna annars en efniviðarins sem nýttur er til að spinna sögu-
þráðinn. Það leynir sér ekki að tiltækt hreyfimyndaefni ræður
miklu um efnisval og efnistök í báðum þáttaröðunum og víst er að
hátíðasamkomur, opinberar heimsóknir forseta lýðveldisins, flug-
vélar og flugkappar, leikrit og kvikmyndir, glímukeppni og íþrótt-
ir yfirleitt, svo að ekki sé minnst á fegurðarsamkeppni, fengju aldrei
jafnháan sess í bókum um almenna sögu 20. aldar og þetta efni fær
hér. Að sama skapi má spyrja hvort einhverjir sögulegir atburðir
hafi orðið út undan vegna þess að myndefni hafi skort. Mér kemur
helst í hug snubbótt umfjöllun í báðum þáttaröðunum um fyrri
heimsstyrjöldina og afleiðingar hennar, sem kann að stafa af skorti
á myndefni en ef til vill líka af vanmati höfunda á sögulegu mikil-
vægi þessara atburða. Og ef við lítum á söguna sem annað og meira
en atburði úr stjórnmála- og atvinnulífi og hugum að hljóðlátum og
hægfara breytingum í Íslandssögunni, t.d. í hversdagslífi almenn-
ings (lífskjörum og lifnaðarháttum fólks, uppeldi, heimili og vinnu)
eða breytingum á gerð og byggingu samfélagsins (s.s. fólksfjölda,
búsetu, atvinnuskiptingu og stéttum) er ekki hægt að búast við eins
ríkulegu myndefni.
Á hitt ber að líta að efnisval þarf ekki og getur ekki ráðist ein-
göngu af því hvað er til af lifandi myndum, það hlýtur ávallt að
G U Ð M U N D U R J Ó N S S O N178
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 178