Saga - 2004, Page 180
stuttaraleg og yfirborðskennd. Hver þáttur hefst á „stóratburðum“
utan úr heimi sem geta spannað allt frá löngu myndskeiði úr gam-
anmynd Chaplins til heimsstyrjaldar. Sums staðar gætir óná-
kvæmni í frásögn. Þriðji áratugurinn hefur verið kallaður glaði ára-
tugurinn, segir þulur, en sú nafngift (the roaring twenties) hefur frek-
ar verið notuð um Bandaríkin en hina stríðshrjáðu Evrópu þar sem
þjóðfélagsþróun var með öðrum hætti. Svo að haldið sé áfram með
þriðja áratuginn er ofmælt að hann hafi í heild einkennst af stöðug-
um hagvexti og uppgangi á Vesturlöndum. Fyrstu árin eftir stríð
settu þrálátir efnahagsörðugleikar mark sitt á ríki Evrópu og það
var ekki fyrr en 1923 sem þau fóru að rétta úr kútnum og í raun ekki
fyrr en 1924 hér á landi. En Jón Ársæll bætir upp ýmsa ónákvæmni
með skemmtilegri og stundum glettinni frásögn og leyfir sér stund-
um að staldra dágóða stund við að draga upp áhugaverðar og
skemmtilegar myndir úr mannlífinu.
Í Sögu 20. aldarinnar er einnig farin sú leið að láta hvern atburð-
inn reka annan en þar er þó ekki haldið eins fast í annálsformið.
Höfundar sýna meiri viðleitni til að setja atburði í samhengi, draga
upp línur í þróun mikilvægra þátta samfélagsins — enda hafa þeir
meiri skoðanir á sögunni, eins og síðar verður vikið að. Sjálf tíma-
bilaskiptingin gefur til kynna ákveðna sýn á sögu aldarinnar og af-
stöðu til þess hvað telst mikilvægt í sögu hennar. Stuðst er við vel
þekkt kennileiti í sögunni þar sem umskipti í stjórnmálum vega
þyngst. Umdeilanlegust eru að mínu mati tímamótin 1927. Höf-
undar eru uppteknir af Jónasi frá Hriflu og ofmeta sennilega áhrif
hans. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi komist til valda 1927 og gert
skurk í þjóðlífi, hafði hann haft mikil áhrif á stjórnmálin allt frá
stofnun 1916, átt aðild að ríkisstjórnum lengur en nokkur annar
flokkur og mótað stjórnmálalífið. Meiri tímamót urðu um 1930 þeg-
ar kreppan mikla fór að segja til sín og marka djúp spor í stjórnmál-
um og efnahagslífi.
Það eru líka ólík efnistök og áherslur í þáttaröðunum tveim. Í
Brotum úr sögu þjóðar fær hversdagssagan, frásagnir af daglegu lífi
fólks, mikið vægi. Í þættinum um sjötta áratuginn er til dæmis sagt
frá tísku, húsbyggingum og braggabyggð, átthagafélögum, lifnað-
arháttum í bæ og sveit, „barnasprengjunni“, unglingamenningu,
Tívolí, rokkæði og hnefaleikum.
Í Sögu 20. aldarinnar er hversdagssögu minni gaumur gefinn en
hins vegar er bókmenntum, sjónlistum og íþróttum gert hátt undir
höfði. Áhersla á stjórnmálasögu og framúrskarandi einstaklinga er
G U Ð M U N D U R J Ó N S S O N180
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 180