Saga - 2004, Page 181
einnig áberandi í efnisvali höfunda Sögu 20. aldarinnar og efnahags-
mál eru þeim einnig hugleikin. Meðal þeirra einstaklinga sem ber
hátt eru Hannes Hafstein, Jón Þorláksson, Thor Jensen, Ólafur
Thors, Pálmi Jónsson í Hagkaupum og Davíð Oddsson, allt sögu-
frægir menn sem höfundar hafa dálæti á, en þar er líka sagt frá
Jónasi Jónssyni frá Hriflu, Gunnari Thoroddsen, Steingrími Her-
mannssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni, en ekki eru þeir sýndir í
jafnhagstæðu ljósi. Áberandi er hve lítið er fjallað um mannlíf á
landsbyggðinni miðað við Reykjavík. Það er helst þegar forsetinn
og aðrir fyrirmenn bregða sér í heimsókn út á land að áhorfendur
fá fréttir af stöðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Það er með ólíkindum hve fegurðarsamkeppni fær mikið rúm í
Sögu 20. aldarinnar. Hún er rakin ítarlega allt frá upphafi á sjötta
áratugnum og fram undir aldarlok, ekki aðeins keppni kvenna
heldur einnig karla. Þetta stingur í stúf við almennt rýra umfjöllun
um hlutskipti kvenna og „nýju kvennabaráttuna“ sem setti mjög
svip sinn á þjóðmál á síðustu áratugum 20. aldar. Eitt af baráttumál-
um kvennahreyfingarinnar á áttunda áratugnum voru frjálsari fóstur-
eyðingar en um þær er aðeins fjallað út frá neikvæðum áhrifum
þeirra á fólksfjölgun ásamt viðtali við Huldu Jensdóttur, kunnan
andstæðing fóstureyðinga. Þess er getið á öðrum stað að atvinnu-
þátttaka kvenna hafi verið lítil eftir stríð. Þó hafi nokkrar konur lát-
ið að sér kveða og er getið starfa Auðar Auðuns í Sjálfstæðisflokki,
bæði í bæjarmálapólitík og í ríkisstjórn.
Söguskoðanir
Úr Brotum úr sögu þjóðar er ekki hægt að lesa afdráttarlausar sögu-
skoðanir enda leitast höfundur við að segja óhlutdræga sögu. Um
eldfima atburði á borð við Gúttóslaginn 1932, Keflavíkursamning-
inn 1946 og inngöngu Íslands í NATO 1949 er sagt frá sjónarmiðum
stríðandi aðila án þess að afstaða sé tekin með einum eða öðrum.
Áhorfanda er látið eftir að draga sínar ályktanir. Höfundur gengur
svo langt í hlutleysi sínu að jafnvel er erfitt að greina skoðun hans
á sögulegu mikilvægi atburða, enda vinnur annálsformið gegn því
að gert sé upp á milli atburða eftir þýðingu þeirra. Pólitískur að-
dragandi lýðveldisstofnunar fær ekki meira rúm en háhyrnings-
veiðar í Faxaflóa á sjötta áratugnum.
Hannes H. Gisssurarson og Ólafur Þ. Harðarson taka annan pól
í hæðina en Jón Ársæll Þórðarson og hafa skoðanir á mönnum og
M Y N D I N A F 20. Ö L D I N N I 181
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 181