Saga - 2004, Page 182
málefnum, einkum á stjórnmálasviðinu. Afstaðan er sjaldnast tjáð í
stóryrtum fullyrðingum heldur í efnisvali og áherslum, niðurröðun
efnisatriða og jafnvel tónlistinni. Afdráttarlaus afstaða þeirra kom
undirrituðum nokkuð á óvart vegna þess að þættirnir hafa notið
mikils opinbers stuðnings, m.a. frá menntamálaráðuneyti, forsætis-
ráðuneyti og menningarsjóði útvarpsstöðva, og Námsgagnastofn-
un dreifði þáttunum sem námsefni í skóla landsins.
Söguskoðun höfunda Sögu 20. aldarinnar einkennist í fyrsta lagi
af upphafinni þjóðernisstefnu þar sem áhersla er lögð á afrek Ís-
lendinga heima og heiman. Fyrirferðarmikil umfjöllun um opinber-
ar athafnir og hátíðarhöld undir stríðri, ágengri og stundum yfir-
þyrmandi tónlist setja enn þjóðernislegri blæ á myndina. Úr frá-
sögn sögumanns má lesa þá skoðun að Íslendingar hafi hafist „úr
fátækt til bjargálna“ vegna andlegs atgervis þjóðarinnar og fram-
taks ágætustu sona hennar. Þar koma m.a. við sögu Hannes Haf-
stein, Thor Jensen, Jón Þorláksson, Ólafur Thors, sr. Friðrik Frið-
riksson, Bjarni Benediktsson og Pálmi Jónsson í Hagkaupum. Í síð-
asta myndskeiði lokaþáttarins, sem nefnist Í fremstu röð, horfum við
á ríkisstjórnina með Davíð Oddsson í fararbroddi á kristnihátíð á
Þingvöllum 2000 um leið og þulurinn segir okkur að Íslendingar
hafi verið fátækastir þjóða í upphafi aldarinnar en í lok hennar
orðnir ein ríkasta þjóð heims miðað við þjóðarframleiðslu á mann:
„Íslendingar voru komnir í fremstu röð.“
Einstaklingshyggja er einmitt annað einkenni söguskoðunar
höfundanna og skín hún greinilegast í gegn í frásögnum af Thors-
ættinni sem fær myndarlega umfjöllun í nokkrum þáttum. Sjálfsagt
er að gera Thorsara að umtalsefni, enda ein af áhrifamestu fjöl-
skyldum í íslenskum stjórnmálum og atvinnulífi í hálfa öld, en
fyrirferðin og upphafningin á henni verkar hjákátlega. Í fyrsta þætt-
inum, Þjóðin vaknar: 1901–1927, er þjóðfélagsbreytingum um og
eftir aldamót lýst á nokkuð hefðbundinn hátt og talað um að þjóð-
in hafi vaknað af löngum dvala. Fullyrt er að stjórnarskráin 1874
hafi tryggt landsmönnum athafnafrelsi (staðhæfing sem stenst ekki
í ljósi hafta á vinnufólki, þurrabúðarmönnum og lausamönnum þar
til fram um aldamótin 1900) og síðan var bara að bíða eftir því að
framtakssamir einstaklingar gæfu sig fram og tækju til við að koma
atvinnulífi í nútímahorf. Thor Jensen og synir hans voru þar í
fremstu fylkingu og er ekki látið nægja að segja frá framkvæmdum
þeirra og sókn til pólitískra metorða, heldur er ítarlega greint frá
góðgerðum þeirra í menningarmálum, fjárstuðningi við kvik-
G U Ð M U N D U R J Ó N S S O N182
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 182