Saga - 2004, Blaðsíða 187
H E L G A K R E S S
Meðal annarra orða
Um aðferðafræði og vinnubrögð
við ritun ævisögu Halldórs Laxness
F Y R R I H L U T I
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór 1902–1932. Ævisaga Halldórs
Kiljans Laxness. Almenna Bókafélagið. Reykjavík 2003.
„Meginverkefnið var að reyna að nálgast Halldór, fylgja honum
eftir á lífsleiðinni,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson um bók
sína Halldór 1902–1932. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness í greinar-
gerð sem hann lagði fram á blaðamannafundi 8. janúar s.l.1 Bókin
kom út í lok nóvember 2003 sem fyrsta bindi af þremur og hafði
þegar vakið mikla umræðu. Strax í byrjun desember var hún til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, ein af fimm bókum í
flokki fræðirita og bóka almenns efnis,2 en slík tilnefning er ein
mesta viðurkenning sem íslensku fræðiriti getur hlotnast, jafnvel
þótt það hljóti ekki sjálf verðlaunin. Bókin fékk fljótlega mjög góða
dóma hjá ritdómara Morgunblaðsins sem taldi hana brautryðjanda-
verk þar sem ævisögu Halldórs Laxness hefði lengi verið beðið, og
ætti höfundur hrós skilið fyrir „ágæt vinnubrögð“ og „aðferð sem
ekki verður gagnrýnd“.3 Skömmu síðar kom hins vegar fram alvar-
leg gagnrýni á fræðileg vinnubrögð höfundar þar sem einkum var
bent á notkun hans á rannsóknum og textum annarra án þess að
heimilda væri nægilega eða rétt getið. Einnig var bent á staðreynda-
Saga XLII:1 (2004), bls. 187–220
Í TA R D Ó M U R
1 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Greinargerð frá Hannesi Hólmsteini Giss-
urarsyni lögð fram á blaðamannafundi 8. jan. 2004“, Morgunblaðið 9. jan. 2004,
bls. 28, dálkur 2.
2 Í þriggja manna úthlutunarnefnd voru Ólafur Harðarson, Salvör Nordal og
Snorri Már Skúlason.
3 Björn Þór Vilhjálmsson, „Skáldatími“, Morgunblaðið 16. des. 2003, B, bls. 3. —
Sjá einnig „Reykjavíkurbréf“, Morgunblaðið 21. des. 2003, bls. 44–45, en þar eru
langir kaflar úr ritdómnum teknir orðrétt upp.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 187