Saga - 2004, Side 188
villur, rangar ályktanir og lélegan frágang.4 Það var til að svara
þessari gagnrýni að Hannes boðaði til ofangreinds blaðamanna-
fundar og lagði fram sitt varnarskjal. Þar viðurkennir hann að sér
hafi orðið á „smávægileg ónákvæmni“ og „einhverjar villur“,5 en
hafnar ásökunum um „ritstuld eða óheiðarleg vinnubrögð“,6 og sé
þetta „herferð“ gegn sér sem stjórnist „af öðrum og annarlegri
hvötum en sannleiksást“.7
Í þessari grein verður sjónum beint að vinnubrögðum Hannes-
ar Hólmsteins Gissurarsonar við ævisöguritunina. Í fyrri hluta
hennar verður fjallað um það hvernig Hannes yfirtekur texta Hall-
dórs Laxness og gerir að sínum, en í þeim síðari hvernig hann á
sama hátt nýtir sér efni úr ritum fræðimanna, einkum Peters Hall-
bergs. Rétt er að leggja áherslu á að textataka Hannesar er það um-
fangsmikil að í greininni er einungis hægt að birta örfá sýnidæmi
um vinnubrögð hans.8
H E L G A K R E S S188
4 Sbr. Páll Björnsson, Kastljós, RÚV, 18. des. 2003. — Gauti Kristmannsson, Víð-
sjá, Rás 1, 22. des. 2003. — Páll Baldvin Baldvinsson, Ísland í dag, Stöð 2, 22.
des. 2003. — Helga Kress, „Fyllt í gap“, Lesbók Morgunblaðsins 27. des. 2003, bls.
16. — Bjarki Bjarnason, „Hannes og Halldór“, Morgunblaðið 30. des. 2003, bls.
27. — Sjá einnig: Gauti Kristmannsson, „Plagíat sem aðferð og hefð við Há-
skóla Íslands?“ Morgunblaðið 14. jan. 2004, bls. 29. — Gauti Kristmannsson, „Úr
Innansveitarkroniku Laxness“, Lesbók Morgunblaðsins 17. jan. 2004, bls. 6. —
Sverrir Hermannsson, „Utansveitarkronika“, Morgunblaðið 19. jan. 2004, bls.
21. — Símon Steingrímsson, „Hannes tekur til láns“, Morgunblaðið 21. jan. 2004,
bls. 40. — Þá má benda á umræðu þeirra Gauta Kristmannssonar, Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar, Gísla Gunnarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar á
vefritinu www.kistan.is og tilvísanir í blaðagreinar á www.mbl.is.
5 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Greinargerð“, bls. 29, dálkur 4.
6 Sama heimild, bls. 28, dálkur 1.
7 Sama heimild, bls. 29, dálkur 4. Þetta eru alþekkt viðbrögð við gagnrýni af þessu
tagi, sbr. mál bandarísku sagnfræðinganna Stephens Ambrose og Doris Kearns
Goodwin sem bæði urðu uppvís að ritstuldi í metsölubókum sínum um sögu-
frægt fólk. Mál þeirra komu upp svo til samtímis í ársbyrjun 2002. Þau vöktu gíf-
urlega athygli og voru mjög til umræðu í bandarískum fjölmiðlum, þar sem
gagnrýnendur voru ýmist sakaðir um persónulegar árásir, nornaveiðar, ofstæki,
öfund, hagsmunatengsl eða vinstrimennsku. Um þetta og fleira varðandi rit-
stuld má m.a. lesa á vefsíðu HNN (History News Network), www.hnn.us/htm,
undir tenglinum „Plagiarism“. — Sjá einnig: Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
„Ein fjöður orðin að fimm hænum“, Morgunblaðið 15. jan. 2004, bls. 34, og „Sagn-
fræði og sagnlist“, Lesbók Morgunblaðsins 17. jan. 2004, bls. 16.
8 Um frekari rökstuðning, sjá: Helga Kress, Skýrsla um meðferð texta og tilvitnana
í bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Halldór 1902–1932. Ævisaga Halldórs
Kiljans Laxness (Reykjavík, 2004), www.hi.is/~helga/
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 188