Saga - 2004, Side 190
mennsku og er í því fólginn, að ákveðinn höf. tekur hugsmíð
eða rannsókn annars manns traustataki og birtir á prenti sem
sitt eigið verk.13
Í greininni „Plagiarism: A Misplaced Emphasis“ frá 1994 fjallar ástr-
alski vísindafræðingurinn Brian Martin um helstu einkenni rit-
stuldar og setur fram skilgreiningu í sex liðum:14
1. Orðréttur ritstuldur er augljósasta tegund ritstuldar, en það er
þegar setningar eru teknar orðréttar úr birtu verki án þess að auð-
kenndar séu með gæsalöppum og/eða vísað sé til heimildar.
2. Endursagnarritstuldur er þegar orðum hefur verið breytt og
setningum hnikað til. Þetta er sérstaklega alvarlegt að mati Martins
ef illa eða ekki er vísað til frumtexta. Til þessarar tegundar má telja
þá aðferð að vitna til færri orða en þeirra sem tekin eru, t.a.m. með
því að auðkenna aðeins fyrstu eða síðustu setningu í lengri kafla, en
láta sem annað sé frumsamið.15
3. Heimildastuldur er þegar höfundur tekur heimild úr fræðiriti
annars og vísar til hennar sem frumheimildar án þess að hafa rann-
sakað hana eða jafnvel séð. Þetta er sérstaklega alvarlegt ef höfund-
ur getur ekki þeirrar heimildar sem hann sótti upplýsingarnar til en
lætur sem hann hafi sjálfur unnið með frumheimildina.
4. Rannsóknastuldur er þegar höfundur tekur rannsóknaspurn-
ingar, röksemdafærslu og rannsóknaniðurstöður úr birtu verki eft-
ir annan og setur fram sem sínar eigin.
5. Hugmyndastuldur er algengasta tegund ritstuldar, en það er
þegar hugmynd er tekin frá öðrum án þess að vitnað sé til heimild-
ar. Til þessarar tegundar gæti það einnig talist þegar rannsókna-
H E L G A K R E S S190
13 Hannes Pétursson, Bókmenntir (Reykjavík, 1972), bls. 81. Ritið var gefið út í
flokknum Alfræði Menningarsjóðs. Sjá einnig: Ensk-íslensk orðabók með alfræði-
legu ívafi (Reykjavík, 1984), bls. 780, en þar er „plagiarism“ þýtt sem ritstuld-
ur. — Um nánari skilgreiningu, sjá Joseph Gibaldi, MLA Style Manual and
Guide to Scholarly Publishing. Önnur útgáfa (New York, 1998), bls. 151 o.áfr. —
Sjá einnig „Plagiarism: Its Nature and Consequences“ í Guide to Library Re-
search“, www.lib.duke.edu/libguide/plagiarism.htm; og Robert Harris,
„Anti-Plagiarism Strategies for Research Papers“, www.virtualsalt.com
/antiplag.htm. — Um sögu ritstuldar, sjá Thomas Mallon, Stolen Words. The
Classic Book on Plagiarism (New York, 1989). Önnur útgáfa með viðbótarkafla
um veraldarvefinn kom út 2001.
14 Brian Martin, „Plagiarism: A Misplaced Emphasis“, Journal of Information
Ethics 3: 2 (Fall, 1994), bls. 36–47.
15 Sjá einnig: Robert Harris, „Anti-Plagiarism Strategies for Research Papers“.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 190