Saga - 2004, Side 191
hugmynd eða viðskiptahugmynd, eins og t.a.m. hugmynd að bók
eða verki, er tekin frá öðrum.
6. Stofnanaritstuldur er algengur í opinberri stjórnsýslu, hjá
stofnunum og stórfyrirtækjum. Hann lýsir sér í því að aðstoðar-
menn skrifa ræður fyrir yfirmenn og stjórnendur sem flytja þær síð-
an í eigin nafni. Með grein sinni vill Martin vekja athygli á þessari
tegund ritstuldar sem hafi orðið út undan í þeirri athygli sem hin-
ar fimm tegundirnar hafa fengið.
Í greinargerð sinni segist Hannes ekki hafa neinu að leyna og
hann telur upp fjölda rita sem hann ýmist „nýtti“ sér,16 „studdist
við“17 eða „fléttaði“18 inn í frásögn sína, allt eftir því sem hann kall-
ar „þarfir verksins“.19 Í greinargerðinni kemur líka fram að Hann-
es er mjög á móti því að klippa og líma, því að þá yrði verkið
„klippiverk“20 og ekkert bættist við. „Það á að laga texta að þörfum
verksins í stað þess að láta sér nægja að klippa og líma saman efn-
ishlutana og setja utan um þá gæsalappir.“21 En þetta virðist vera
hugmynd hans um fræðileg vinnubrögð. Bók hans er nefnilega
hvorki „skólaritgerð“,22 „prófritgerð“,23 „lokaritgerð“24 eða „dokt-
orsritgerð“,25 heldur eru þarfir hennar að vera „fróðleg og
skemmtileg“26 með „andrúmslofti“ og „hugblæ“.27 En til að upp-
fylla þarfir bókarinnar þurfti Hannes að leita í verk annarra. Að-
spurður sagðist hann „vera á móti því að finna hjólið upp aftur, og
í þeim tilfellum sem hann hefði fundið góðar lýsingar annarra, lýs-
ingar sem gripu andrúmsloftið mjög vel, hefði hann þess vegna
notað þær“.28 Verkefni sitt hefði verið „að skrifa læsilega og
skemmtilega bók, og því hafi hann stuðst á þennan hátt við skáldið,
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 191
16 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Greinargerð“, bls. 28, dálkur 1, 1, 2, 3.
17 Sama heimild, bls. 28, dálkur 1, 3, 3; bls. 29, dálkur 1, 3, 4.
18 Sama heimild, bls. 28, dálkur 1, 2.
19 Sama heimild, dálkur 1, 2, 2, 3, 3.
20 Sama heimild, dálkur 3.
21 Sama heimild, dálkur 2.
22 Sama heimild, dálkur 2.
23 Sama heimild, dálkur 1.
24 Sama heimild, dálkur 2.
25 Sama heimild, dálkur 3; bls. 29, dálkur 3.
26 Sama heimild, bls. 28, dálkur 3.
27 Sama heimild, dálkur 2, 3; bls. 29, dálkur 3; „‘Ég gerði ekkert óheiðarlegt,
framdi engan ritstuld’,“ Morgunblaðið 9. jan. 2004, bls. 27, dálkur 3, 4.
28 „‘Ég gerði ekkert óheiðarlegt’,“ bls. 27, dálkur 5.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 191