Saga - 2004, Side 193
viðfangsefnum eru gerð skil og sögur sagðar, yfirleitt í þeirri tíma-
röð sem þær eiga að hafa gerst. Það sem einkennir þessa bók um-
fram annað og gerir hana einstæða í íslenskri menningarsögu er að
hún er sett saman úr óhemju magni af textum eftir aðra og hefur
höfundur sannarlega verið fundvís á efni í stóra bók. Gallinn er sá
að þessa texta setur hann fram sem sína eigin. Þegar hann vitnar til
heimilda er það ýmist í lok frásagnar eða einhvers staðar í henni
miðri með setningum innan gæsalappa og orðum eins og „sagði
Halldór síðar“.34 Með þessu móti er ekki gott að sjá hvar tilvitnun
hefst og hvar henni lýkur, þ.e.a.s. hvað er eftir hvern, sbr. það sem
sagt er um endursagnarritstuld hér að framan. Með því að vitna
þannig til einstakra setninga fær frásögnin á sig fræðilegan blæ en
villir um leið á sér heimildir. Lítil sem engin úrvinnsla er á þessum
textum heldur birtast þeir einfaldlega hver á fætur öðrum án ann-
ars samhengis en tímaraðar.
Af þessu leiðir að höfundi reynist erfitt að setja þessa texta sam-
an í atburðarás og heild. Þetta minnir á sígilda kenningu Aristótel-
esar um ævisögur í ritinu Um skáldskaparlistina frá því um 330 fyrir
Krists burð. Hann segir:
Saga þarf ekki að vera heild, eins og margir álíta, þótt hún sé
um einhvern einstakan mann, því mörg og óteljandi atvik geta
hent einn mann, án þess að sum þeirra falli í nokkra heild.
Þannig eru og athafnir eins manns margar, en engin samfelld
atburðakeðja verður úr þeim öllum. Á þessu virðast öll þau
skáld hafa flaskað, sem ort hafa Heraklesarkviðu, Þeseifskviðu og
önnur þvílík skáldverk. Þeir halda, að af því að Herakles var
einn maður, hljóti líka sagan að vera ein.35
Í slíkum sögum, segir Aristóteles, fylgja atvikin „ekki hvert öðru á
sennilegan eða óhjákvæmilegan hátt“ og þær kallar hann „sundur-
lausar“. Öðru máli gegnir með höfunda eins og Hómer sem „þegar
hann orti Odysseifskviðu, taldi […] ekki upp allt, sem á daga
Odysseifs dreif […], heldur samdi hann Odysseifskviðu um […] eina
atburðakeðju“. Í „atburðakeðju“ mynda athafnir „einingu og heild,
og hinum einstöku hlutum þarf að skipa þannig niður, að sé einn
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 193
34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór 1902–1932. Ævisaga Halldórs Kiljans
Laxness (Reykjavík, 2003), bls. 36, 39, 55, 140, 154, 254 og víðar. Hér á eftir
verður vísað til blaðsíðutals þessarar bókar í sviga fyrir aftan hverja tilvitnun
í meginmáli.
35 Aristóteles, Um skáldskaparlistina. Þýðandi Kristján Árnason (Reykjavík,
1976), bls. 58.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 193