Saga - 2004, Blaðsíða 194
hlutinn færður til eða honum kippt burt, þá brenglist og raskist
heildin.“36
Þessi vandræði Hannesar við að búa til atburðakeðju koma m.a.
fram í fyrirsögnum kafla sem benda til efnis sem síðan er annað-
hvort ekki fjallað um eða blandað öðru óskyldu. Þannig er í kaflan-
um „Mynd af Gunnari á Hlíðarenda“ rétt aðeins vikið að myndinni
í örfáum línum aftast eftir allt aðra umræðu. Þá fjallar kaflinn
„Fyrsti kossinn“ minnst um kossinn en þeim mun meira um nafn
stúlkunnar sem að mati Hannesar er fyrirmynd að einni frægustu
kvenlýsingu Halldórs. Tekur það allt fimm línur í miðjum kafla sem
að öðru leyti er settur saman af löngum frásögnum um önnur efni.
Þá leitast Hannes við að skapa spennu með fyrirsögnum eins og
„Sögulegir dagar“, „Söguleg suðurferð“, „Freistingar holdsins“ og
„Hneyksli í klaustrinu“. Um leið fleytir hann frásögninni áfram
með setningum eins og „Ævintýrum drengsins í Laxnesi linnti
ekki“ (bls. 27), „Nú var Dóri hættur að vera lítill“ (bls. 49), „Nú var
Dóri í Laxnesi að verða unglingur“ (bls. 56), „Dagarnir liðu. Fyrr en
varði var komið að jólum“ (bls. 211), „Halldór var orðinn óþreyju-
fullur“ (bls. 394), „Halldór hélt áfram ferð sinni“ (bls. 408).
Í stuttum eftirmála bókarinnar nefnir Hannes nokkur af þeim
ritum sem hann segist hafa „reynt að hagnýta“ sér og „fella saman
í eina heild“ (bls. 619), en upptalningin er ófullnægjandi og án bók-
fræðilegra upplýsinga svo sem útgáfuárs og útgáfustaðar. Sama er
að segja um tilvísanir til heimilda í neðanmálsgreinum, þar skortir
mjög á bókfræðilegar upplýsingar, og einnig að vísað sé til blað-
síðutals. Töluvert er um villur í heimildafærslum, útgáfum er
blandað saman, textar í beinum tilvitnunum rangt upp teknir og
blaðsíðutöl ónákvæm. Þá er nöfnum slegið saman í nafnaskrá. Ekki
er í eftirmálanum gerð grein fyrir útgáfureglum við birtingu áður
óbirts efnis, svo sem bréfa Halldórs Laxness til Erlends Guðmunds-
sonar sem Hannes bæði vitnar til og endursegir í stórum stíl án
auðkenningar, né heldur hvort leyfi hafi fengist fyrir birtingunni.
Þá segist Hannes vitna í skáldverk Halldórs „í síðustu útgáfu, sem
hann bjó sjálfur til prentunar“ (bls. 619). Þetta reynist ekki rétt. Til
að mynda er augljóslega stuðst við fyrstu útgáfu smásagnanna í
Nokkrar sögur (1923) og Fótataki manna (1933) en ekki endurskoðað-
ar útgáfur þeirra í safninu Þættir (1954) sem Halldór gekk sjálfur frá
og skrifaði formála fyrir. Hér skortir hvort tveggja í senn samræmi
H E L G A K R E S S194
36 Sama heimild, bls. 58–61.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 194