Saga - 2004, Side 196
„‘tilviks’-íslensku úr mentaskólanum“,39 þar sem orðum eins og
„tilfelli“, sem á að vera danska, er breytt í „tilvik“. Í samtali við
Matthías Johannessen útskýrir Halldór þetta nánar. Það sem ein-
kennir tilviks-íslenskuna, segir hann, er að „íslenzkt orðskrípi“ er
búið til „eða fornyrði grafið upp, í því skyni að forðast dönsku-
slettu“ þótt dönskuslettan sé jafngömul Íslandsbyggð. „Hyperkor-
rekt mál (tilviks-íslenzka) er áþreifanlegt dæmi þess, að þegar
menn ætla að gera betur en vel, þá fer oft ver en illa.“40
Í bók sinni „þýðir“ Hannes texta Halldórs yfir á tilviks-íslensku
og tekur þannig úr honum „kiljönskuna“. Sem dæmi um þetta má
taka frásögnina af því þegar Halldór spurði ömmu sína og mömmu
hvort þær hlökkuðu ekki til jólanna:
Textinn í bók Hannesar er svo til samhljóða frumtextanum þótt
hvorki sé hann auðkenndur með gæsalöppum né þess getið hvaðan
hann er tekinn. Augljóst er að „ég“ frumtextans verður „Halldór“, og
einnig að stafsetningin er færð til þeirrar „samræmdu nútímastafsetn-
ingar“ sem Hannes segist í eftirmála hafa á þeim textum sem ekki séu
hafðir „eftir Kiljan“ (bls. 619). Þannig verður „kiljanska“ stafsetningin
„laungu“ að „löngu“, „súngið“ að „sungið“ og „leingi“ að „lengi“.
Einnig eru sett inn greinarmerki samkvæmt ýtrustu skólareglum. Þá
breytir Hannes orðalagi frumtextans á fjórum stöðum. Orðasamband-
ið „sína í hvoru lagi“ verður „hvora í sínu lagi“, „uppáhalds sálma-
lag“ ömmunnar verður að „eftirlætissálmi“, og samtengingin „því“ í
munni móðurinnar verður „því að“ sem einnig er samkvæmt skóla-
reglum. Loks lætur Hannes ömmuna fara rangt með nafnið á sálmin-
um og segja „In dulce jubilo“ í stað „In dulci jubilo“.41
H E L G A K R E S S196
39 Halldór Laxness, Guðsgjafaþula (Reykjavík, 1972), bls. 180.
40 Sjá Matthías Johannessen, „Málþing um Guðsgjafaþulu“, Morgunblaðið 15.
des. 1973, bls. 25.
41 „In dulci jubilo“ er málfræðilega rétt (ablativus hvorugkyns). Þar sem sálm-
Frumtextinn
Ég spurði báðar þessar konur, sína í
hvoru lagi og með laungu millibili, hvort
þær hlökkuðu ekki til jólanna. Amma
mín taldi það jólunum helst til gildis að
þá væri súngið uppáhalds sálmalag
hennar In dulci jubilo, Sjá himins opnast
hlið. Móðir mín sagðist einlægt hlakka
til jólanna því þá færi að leingja daginn.
(Í túninu heima, bls. 118–119).
Texti Hannesar
Halldór spurði móður sína og ömmu,
hvora í sínu lagi og með löngu millibili,
hvort þær hlökkuðu ekki til jólanna.
Amma hans taldi jólunum það helst til
gildis, að þá væri sunginn eftirlætissálm-
ur hennar, „In dulce jubilo,“ Sjá himins
opnast hlið. Móðir hans sagðist hlakka
til jólanna, því að þá færi að lengja dag-
inn. (Bls. 38)
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 196