Saga - 2004, Side 197
Dæmi um tilviks-íslensku þar sem „dönskuslettum“ Halldórs
Laxness og öðru sérkennilegu orðalagi hefur verið eytt eru á svo til
hverri síðu í bók Hannesar. Þannig verður „emaléruð“ fata (Í túninu
heima, bls. 10) að „málaðri“ fötu (bls. 16), vínirbrauð (Í túninu heima,
232) að vínarbrauðum (bls. 55), „fígúruverk (Í túninu heima, bls. 213)
að „sköpunarverki“ (bls. 61), stásstofa (Sjömeistarasagan, bls. 13) að
„betri stofu“ (bls. 68), „hvundagskjóll“ (Sjömeistarasagan, 79) að
„hversdagskjól“ (bls. 71), „lítt talaður“ (Sjömeistarasagan, 40) að „fá-
máll“ (84), „tröppur“ (Sjömeistarasagan, bls. 226) að „húsþrepum“
(bls. 116) og „familía“ (Grikklandsárið, 43) að „fjölskyldu“ (bls. 154).
Þá kemur fyrir að Hannes þarf að útskýra tilviks-íslenskuna, eins og
t.a.m. „möndludeig“ (bls. 154), en það gerir hann með orðinu
„marcepan“ sem ekki er til svo stafsett í nokkru tungumáli. Stund-
um er þýðingin yfir í tilviks-íslensku beinlínis röng. Í Grikklandsár-
inu tala þeir Halldór og Jóhann Jónsson um „skáldskapinn og trú-
skapinn“ (bls. 72), en í bók Hannesar tala þeir um „skáldskap og trú-
arbrögð“ (bls. 158). Trúskapur merkir hins vegar trúnaður, vinátta,
hollusta. Þá er amma Halldórs látin segja „nei“ (bls. 36) í staðinn fyr-
ir „bittinú“ þegar hún sér vatn koma rennandi úr krana.42
Undir tilviks-íslenskuna má líka flokka þá miklu tilhneigingu til
þýðinga á erlendum staðarnöfnum sem ekki hafa unnið sér hefð í
íslensku máli. Þannig er Evrópa jafnan kölluð Norðurálfan í bók
Hannesar (og fyrri heimsstyrjöldin eftir því „Norðurálfuófriður-
inn“), New York er kölluð Nýja Jórvík og Montreal „Kóngsfjall“
(bls. 398). Í þessu er þó ekki samræmi því að á sömu blaðsíðu talar
Hannes um St. Lawrence-flóann. Þá þýðir Hannes útlensk slangur-
yrði í þeim bréfum Halldórs sem hann vitnar til og setur þýðing-
arnar í hornklofa inn í textann, sbr. t.a.m „Ég get ekki látið mér
nægja að kókettera [gæla] við hlutina“ (bls. 223), „til að halda uppi
ídeali [hugsjón] hvíta kynstofnsins“ (bls. 223), „annað og meira en
átómöt [sjálfvirkar vélar]“ (bls. 222), „slíkt yrði hárviss success
[smellur]“ (bls. 333), „I am a man [ég er maður]“ (bls. 332). Þá orka
sumar þýðingarnar tvímælis. T.a.m. þýðir Hannes orðið „gemein“
í „niður í gemeine Weltlichkeit [venjulega veraldarhyggju]“ (bls.
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 197
urinn hefur verið kallaður „In dulce jubilo“, einkum í hinum enskumælandi
heimi, er það afbökun. Sálmurinn kemur einnig fyrir í Sjálfstæðu fólki undir
nafninu: „In dúlsi júbíló“, sbr. Halldór Laxness, Sjálfstætt fólk. Önnur útgáfa
(Reykjavík, 1952), bls. 157.
42 Halldór Laxness, Heiman eg fór (Reykjavík, 1952), bls. 22.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 197