Saga - 2004, Side 198
224) með venjulegur, en það merkir lágkúrulegur eða fyrirlitlegur.
Þá þýðir Hannes titilinn „Geschlecht und Charakter“ á verki Ottos
Weiningers með „Kynferði og eðli“ (bls. 182), en „Charakter“ merk-
ir skapgerð. Orðið „Gesellschaft“ þýðir hann sem „skipulag“ (bls.
602, nmgr. 9), en það merkir félag, samfélag eða þjóðfélag. Einn
undirkaflinn í bók Hannesar ber nafnið „Var det bra med folk?“ og
vísar í orð sænskrar húsmóður Halldórs sem spyr frétta þegar hann
eitt kvöldið kemur heim af tónleikum, en hún hafði haldið að hann
væri lasinn: „Var det bra med folk?“ Þetta þýðir Hannes með „Var
allt í lagi?“ (bls. 138), eins og konan sé að spyrja um líðan Halldórs,
en hún er að spyrja um tónleikana, hvort vel hafi verið mætt: „Var
aðsókn góð?“
Minningabækur sínar skilgreinir Halldór Laxness innan á titil-
blaði Sjömeistarasögunnar sem „skáldsögur í ritgerðarformi (essay
roman)“. Áður hafði hann, í samtali við Matthías Johannessen, kall-
að þessa tegund skáldsagna „ritgerðarskáldsögur“ í andstöðu-
merkingu við heimildarskáldsögur sem byggjast á sagnfræðilegum
heimildum. Í ritgerðarskáldsögu eða „essay-roman“ er aldrei vitn-
að í sagnfræðilega heimild, heldur eru heimildirnar sem þar er vitn-
að í „tilbúningur frá rótum, þó þær eigi sér stað í veruleikanum.“43
Minningabækur Halldórs eru ritgerðarskáldsögur sem hann bein-
línis varar við að teknar séu trúanlegar sem sagnfræðilegur sann-
leikur. Hannes gefur hins vegar lítið fyrir skilgreiningu skáldsins á
eigin verkum og fer í það „að sannreyna“ minningabækur Halldórs
og leiðrétta þær.44 Sem dæmi má taka frásögn í Í túninu heima af
tvöfaldri útför á Hraðastöðum „á björtum og fögrum sunnudegi
um sláttinn“ þar sem jörðuð var „tveggja ára telpa“ og stúlka „milli
tektar og tvítugs“ (bls. 63). Þetta ber Hannes saman við kirkjubæk-
ur og finnur út að útförin var 29. apríl 1909, barnið drengur á fyrs-
ta ári og stúlkan 23 ára. (Bls. 564–565, nmgr. 1). Til að hafa þetta allt
sagnfræðilega rétt nafngreinir hann þau bæði. Það er töluvert um
slíkar leiðréttingar á „missögnum og misminni“ Halldórs í bókinni,
og felast þær einkum í að negla skáldlegar myndir hans, sprottnar
H E L G A K R E S S198
43 Matthías Johannessen, „Málþing um Guðsgjafaþulu“, Morgunblaðið 7. des.
1973, bls. 25. — Sjá einnig Halldór Guðmundsson, „‘Skrýtnastur af öllu er
maður sjálfur’. Um minningasögur Halldórs Laxness“, Halldórsstefna. Rit-
stjórar Elín Bára Magnúsdóttir og Úlfar Bragason (Reykjavík, 1993), bls.
55–65. — Sigþrúður Gunnarsdóttir, „Leitin að upptökum Nílar. Um minn-
ingabækur Halldórs Laxness“, Tímarit Máls og menningar 59: 2 (1998), bls.
81–95.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 198