Saga - 2004, Side 199
úr fjarlægum minningum, niður í ákveðinn mælanlegan tíma,
raunverulega atburði og nafngreindar persónur.
Ein af fyrstu minningum Halldórs er þegar hann á þriðja ári
gengur með ömmu sinni í Melkot að heimsækja systur hennar.
Þessa frásögn tekur Hannes upp í bók sína:
Ekki getur Hannes hér heimildar en þræðir textann um leið og
hann setur mark sitt á hann. Fyrir utan „leiðréttingar“ á stafsetn-
ingu og greinarmerkjasetningu breytir hann „höfðíngjum“ í „fyrir-
menn“. Orðalagið „höfðingjarnir“ var fast í máli alþýðunnar, notað
um embættismenn og yfirstétt, og þetta hefur barnið í texta Hall-
dórs tileinkað sér. Orðalagið er heimild um málfar og þessu eyðir
Hannes með samheitinu fyrirmenn. Þá hefur honum ekki fundist
það sennilegt að þarna byggju þeir „allir“ og breytir í marga. Þá
verður „sjaldan“ að „stundum“ sem er annað. „Sá bær“ verður
„bærinn“, sleppt er að Suðurgata hafi verið hálfpartinn í eyði, og
einnig himnaríkinu í lokin, en í stað þessa er bætt við fróðleik um
nafn götunnar, að hún heiti Suðurgata af því að hún liggur í suður.
Þá gerir Hannes ekki greinarmun á samtengingu og atviksorði og
breytir „fyrir neðan háa brekku svo það sást“ í „fyrir neðan svo háa
brekku“. Í texta Halldórs horfir tveggja ára drengurinn niður á þök-
in á húsunum fyrir neðan brekkuna þar sem höfðingjarnir búa. Hér
hliðrar Hannes til og lætur húsin vera í byggingu. Hvorugt fær þó
staðist því að fyrstu húsin í Tjarnarbrekkunni voru ekki byggð fyrr
en árið 1906 en þá var „Dóri litli“ orðinn fjögurra ára og fyrir löngu
fluttur upp í sveit.45
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 199
Frumtextinn
Og þá sjaldan ég hafði farið í skemtitúr
með henni ömmu minni var það til að
finna systur hennar hana Guðrúnu í
Melkoti, en þángað var bara meiri gata.
Sá bær stóð við Suðurgötu sem var hálf-
partinn í eyði, því öðrumegin við hana
bjuggu allir höfðíngjarnir fyrir neðan
háa brekku svo það sást aðeins ofaná
húsþökin hjá þeim, en hinumegin var
kirkjugarðurinn sem ég fékk ekki betur
séð en væri í rauninni himnaríki. (Í tún-
inu heima, bls. 37–38)
Texti Hannesar
Dóri litli fór líka stundum með ömmu
sinni að finna systur hennar í Melkoti.
Bærinn stóð við Suðurgötu, sem hlaut
nafn sitt af því, að hún lá í suður frá
Aðalstræti. Öðrum megin götunnar
voru margir fyrirmenn bæjarins að reisa
sér hús fyrir neðan svo háa brekku, að
aðeins sást ofan á þökin hjá þeim. Hin-
um megin var kirkjugarðurinn. (Bls. 16)
45 Sjá Eggert Ásgeirsson, „Samfélagið í Tjarnargötu eftir aldamót“, Lesbók Morgun-
blaðsins 20. mars 1993, bls. 4–5, og 27. mars 1993, bls. 8–9. — Sjá einnig:
Sigurður Briem, Minningar (Reykjavík, 1944), bls. 178.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 199