Saga - 2004, Side 202
ildir. Þannig tekur hann frægan kafla úr upphafi Brekkukotsannáls
og fellir inn í bók sína. Um þetta vísar hann til neðanmálsgreinar
þar sem hann lýsir vinnubrögðum sínum og söguskoðun: „Hér er
þessi saga höfð fyrir satt, en faðir Halldórs settur í stað Björns í
Brekkukoti (Magnúsar í Melkoti).“ (Bls. 563, nmgr. 11) Þessi ótrú-
lega yfirlýsing um skáldsögu sem sagnfræðilega heimild hefði
þurft nánari skýringar við, en Hannes lætur sér nægja að slá þessu
föstu. Brekkukot minnir að vísu um margt á Melkot og klukkan á
sér raunverulega fyrirmynd, en frásögnin er stílfærð og ber öll
merki skáldskapar. Felst aðferð Hannesar í því að skipta út persón-
um, fella úr og stytta:
Textarnir eru svo til alveg eins nema hvað Hannes þjappar sínum
texta saman með því að sleppa greinaskilum og setja þess í stað
gæsalappir utan um hvert tilsvar. Þetta gerir texta hans útlitslega
frábrugðinn frumtextanum og um leið verður þessi samþjappaði
texti án greinaskila, en með þeim mun fleiri gæsalöppum, eitt af
höfundareinkennum hans í þessari bók. Athyglisvert er að hann
H E L G A K R E S S202
Frumtextinn
Og nú hef ég upp þessa bók þar sem
klukkan okkar gamla stendur heima í
stofunni í Brekkukoti og er að tifa. Í
þesssari klukku var silfurbjalla. Sláttur
hennar var með skæru hljóði […].
Hvurnin stóð á því að ég skyldi fá þá
flugu að í þessari klukku byggi merki-
legt kvikindi, og það væri eilífðin? Það
rann sumsé upp fyrir mér einn dag að
orðið sem hún sagði þegar hún tifaði,
tveggja atkvæða orð sem var dregið á
seinna atkvæðinu, það væri ei-líbbð, ei-
líbbð. Kannaðist ég þá við þetta orð?
[…] Ég vék að þessu við hann afa
minn einhverntíma þegar svo bar til að
við vorum einir í stofunni. […]
[…] Af hverju segir klukkan altaf ei-
líbbð ei-líbbð ei-líbbð.
Það hlýtur að vera misheyrn barnið
gott, sagði afi minn.
Er þá ekki til eilífð? spurði ég.
Ekki öðruvísi en þú hefur heyrt í
kvöldbæninni hennar ömmu þinnar og í
sunnudagspostillunni hjá mér, deingur
minn, svaraði hann.48
Texti Hannesar
Dóri litli dáðist að mikilli klukku, sem
stóð í Melkoti. Silfurbjalla, sem var í
henni, gaf frá sér háan, kynlegan sláttar-
tón. Dóri litli hlustaði hugfanginn á
klukkuna tifa. Honum heyrðist hún
segja: „ei-líbbð, ei-líbbð.“ Hann fékk þá
flugu í höfuðið, að í klukkunni byggi
merkilegt kvikindi, og það væri eilífðin.
Hann spurði húsbóndann: „Af hverju
segir klukkan altaf ei-líbbð ei-líbbð ei-
líbbð?“ Magnús í Melkoti svaraði: „Það
hlýtur að vera misheyrn, barnið gott.“
Dóri litli spurði þá: „Er þá ekki til ei-
lífð?“ Magnús svaraði: „Ekki öðruvísi en
þú hefur heyrt í kvöldbæninni hennar
ömmu þinnar og í sunnudagspostillunni
hjá honum pabba þínum, drengur
minn.“ (Bls. 16–17)
48 Halldór Laxness, Brekkukotsannáll (Reykjavík, 1957), bls. 9–10.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 202