Saga - 2004, Qupperneq 203
skuli leggja svo mikla áherslu á að auðkenna tilsvör persóna sinna
með gæsalöppum en hafnar þeim þegar um er að ræða tilvitnanir í
heimildir. Samkvæmt því sem Hannes segir um stafsetningu í eftir-
málanum heyrir þessi texti upp úr Brekkukotsannál ekki undir það
„sem haft er eftir Kiljan“ (bls. 619) og því ekki ástæða til að auð-
kenna hann sem slíkan. Þó hefur slæðst inn eitt orð með stafsetn-
ingu frumtextans, þ.e. „altaf“ og þar sem það er í tilsvari innan
gæsalappa mætti ætla að það væri „haft eftir Kiljan“ þótt annað í
kring sé það ekki. Hins vegar hefur gæluorðunum „deingur minn“
verið hagrætt með samræmdri nútímastafsetningu í „drengur
minn“.
Í bók Hannesar verður Brekkukot að Melkoti, drengurinn Álf-
grímur að Halldóri, og „afinn“, þ.e. Björn í Brekkukoti, verður fyrst
Magnús í Melkoti, sá sem talar við Halldór um klukkuna, einnig
kallaður „húsbóndinn“, og síðan faðir Halldórs þegar að því kemur
að lesa postilluna. „Amman“ í Brekkukoti verður amma „Dóra
litla“ og er þar með látin fara með kvöldbænir, þótt aðrar „heimild-
ir“ sýni að slíku var hin raunverulega amma Halldórs algjörlega
frábitin.
Í Brekkukotsannál er sláttur bjöllunnar „með skæru hljóði“ og þar
kemur ekkert fram um „háan, kynlegan sláttartón“. Því mætti ætla
að sú lýsing væri frá Hannesi sjálfum komin, en svo er ekki. Í bók
Ólafs Ragnarssonar, Halldór Laxness — Líf í skáldskap, segir Halldór
frá gamalli klukku sem var í Melkoti: „Þar sá ég hana fyrst og
heyrði þennan háa kynlega sláttartón frá silfurbjöllunni sem í henni
var.“49 Þessa setningu tekur Hannes og fellir inn í texta sinn: „Silf-
urbjalla, sem var í henni, gaf frá sér háan, kynlegan sláttartón.“
Hann getur ekki heimilda um þetta, og bók Ólafs Ragnarssonar er
heldur ekki meðal þeirra rita sem Hannes segist í eftirmálanum
hafa reynt að hagnýta sér. Bók Ólafs er að miklu leyti byggð á við-
tölum Ólafs við Halldór og hefur að geyma frumheimildir um ævi
hans. Þessa bók nýtir Hannes sér óspart á fleiri stöðum í bók sinni,
enda fjallar hún um sama tímabil og bók hans.
Á svipaðan hátt fylgja valdir textar úr skáldsögum Halldórs
honum jafnt og þétt eftir í bók Hannesar, stundum en ekki alltaf
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 203
49 Ólafur Ragnarsson, Halldór Laxness — Líf í skáldskap (Reykjavík, 2002), bls. 42.
Í kaflanum „Frændsemi við klukku“ í Sjömeistarasögunni hefur gamla klukk-
an sem þar er lýst „silfurskæran hljóm“ (bls. 123), en augljóst er bæði af orða-
laginu og þeim tveimur lýsingarorðum sem bæst hafa við (hár og kynlegur)
að Hannes hefur tekið setninguna úr bók Ólafs.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 203